Ældi tvisvar þegar kærastan mætti í fyrsta sinn á leik Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 23:15 Andy Murray fékk hljóðnemann í hendurnar eftir leikinn í kvöld og þakkaði fyrir sig. Getty/Mike Egerton Breski tenniskappinn Andy Murray var þakklátur fyrir kveðjuathöfnina sem hann fékk á sínu síðasta Wimbledon-móti, eftir leik með bróður sínum Jamie í tvíliðaleik í dag. Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“ Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Sjá meira
Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“
Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Sjá meira