Ældi tvisvar þegar kærastan mætti í fyrsta sinn á leik Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 23:15 Andy Murray fékk hljóðnemann í hendurnar eftir leikinn í kvöld og þakkaði fyrir sig. Getty/Mike Egerton Breski tenniskappinn Andy Murray var þakklátur fyrir kveðjuathöfnina sem hann fékk á sínu síðasta Wimbledon-móti, eftir leik með bróður sínum Jamie í tvíliðaleik í dag. Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“ Tennis Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“
Tennis Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira