Fulltrúar sérhagsmuna létu formanninn einan um orðið Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 13:11 Sigurður Kári Kristjánsson var formaður hópsins. Vísir/Sigurjón/Baldur Engin samstaða náðist um niðurstöður innan starfshóps um veðmálastarfsemi á Íslandi. Formaður hópsins segir aðgerðarleysi ekki gagnast neinum, nema íslensku sérleyfishöfunum og erlendu fyrirtækjunum með ólöglega starfsemi hér á landi. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30