Setti sér markmið og hóf veitingarekstur átján ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 13:26 Rakel Mirra er stórhuga um reksturinn. aðsend Rakel Mirra Njálsdóttir hóf veitingarekstur á Akranesi í sumar aðeins átján ára að aldri. Hún vildi bjóða upp á hollan skyndibita og sá engan tilgang í því að bíða eftir því að verða eldri. Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“ Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Lífið Klippt út af myndinni Lífið Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Þakkaði fyrir sig á íslensku Bíó og sjónvarp Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Lífið samstarf Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Lífið Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Klippt út af myndinni Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Gáfu dótturinni þrjú nöfn Stjörnulífið: Brúðkaupsafmæli á hlaupum og lokatónleikar Laufeyjar Var Díana prinsessa myrt? Ráðgjafi Bandaríkjaforseta í Hörpu Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu Tito Jackson er látinn „Hefur þú heyrt söguna af því þegar þú komst í heiminn?“ Ratleikur sem endaði með óvæntu brúðkaupi Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Sex heilnæm heilsuráð inn í haustið Krakkatía vikunnar: Litir, ljón og sjón Ástin blómstrar hjá Erpi og nýju kærustunni á Ítalíu „Höldum áfram þangað til við erum dauðir“ Umdeild stytta af drottningu sögð líkjast grínkarakter Biskupsbústaðurinn seldur Stjarnan Villi vekur athygli Ítala „Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“ Matarboð hins fullkomna gestgjafa Reif sig upp frá Mogganum eftir fjörutíu ár Fréttatía vikunnar: Heimili, peningar og slagsmál Hlustar á íslenskt útvarp í finnskri sveit Timberlake gengst við ölvunarakstri Brúðkaupskipuleggjandi og flugmaður selja slotið Sjá meira
Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“
Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Lífið Klippt út af myndinni Lífið Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Þakkaði fyrir sig á íslensku Bíó og sjónvarp Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Lífið samstarf Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Lífið Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Klippt út af myndinni Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Gáfu dótturinni þrjú nöfn Stjörnulífið: Brúðkaupsafmæli á hlaupum og lokatónleikar Laufeyjar Var Díana prinsessa myrt? Ráðgjafi Bandaríkjaforseta í Hörpu Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu Tito Jackson er látinn „Hefur þú heyrt söguna af því þegar þú komst í heiminn?“ Ratleikur sem endaði með óvæntu brúðkaupi Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Sex heilnæm heilsuráð inn í haustið Krakkatía vikunnar: Litir, ljón og sjón Ástin blómstrar hjá Erpi og nýju kærustunni á Ítalíu „Höldum áfram þangað til við erum dauðir“ Umdeild stytta af drottningu sögð líkjast grínkarakter Biskupsbústaðurinn seldur Stjarnan Villi vekur athygli Ítala „Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“ Matarboð hins fullkomna gestgjafa Reif sig upp frá Mogganum eftir fjörutíu ár Fréttatía vikunnar: Heimili, peningar og slagsmál Hlustar á íslenskt útvarp í finnskri sveit Timberlake gengst við ölvunarakstri Brúðkaupskipuleggjandi og flugmaður selja slotið Sjá meira