Viðskipti innlent

Mat­vöru­verslun rís á nýjum reit við Kefla­víkur­flug­völl

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Á myndinni eru frá vinstri og niður Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs, Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs og Heiðar Róbert Birnuson rekstrarstjóri Nettó.
Á myndinni eru frá vinstri og niður Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs, Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs og Heiðar Róbert Birnuson rekstrarstjóri Nettó. Samkaup

Ný verslun Nettó opnar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Verslunin verður 1400 fermetrar og að sögn Samkaupa, eigenda Nettó, verður hún öll hin glæsilegasta.

Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að Aðaltorg, sem er staðsett í þriggja mínutna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli, verði nýtt verslunar- og þjónustutorg sem muni auðvelda aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til og frá landinu ásamt því að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum.

„Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu. Verslunin er ein af þeim sem við erum að byggja frá grunni í samstarfi við aðstandendur Aðaltorgs og við erum gífurlega spennt fyrir því að fá að taka þátt í ferlinu frá upphafi. Á sama tíma verður frábært að geta boðið upp á Nettó verslun steinsnar frá Keflavíkurflugvelli og ég hef fulla trú á að hún muni stórbæta aðgengi að verslun á svæðinu,“ er haft eftir Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum, í tilkynningunni.

Í tilkynningunni segir jafnframt að þessi nýja verslunin verði „græn verslun“ sem þýði að allt sorp verði flokkað, öll tæki sem þar megi finna verði keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, LED-lýsing sé í versluninni og allir frystar og megni kæla verði lokaðir.

Framkvæmdin er hluti af umfangsmiklu uppbyggingarverkefni á flugvallarsvæðinu. Stefnt er að því að reisa fjölda íbúða þar sem þurfa að sjálfsögðu matvöruverslun í hæfilegri fjarlægð.

„Hugmyndin okkar er sú að tengja og auka þetta þjónustumagn sem getur orðið til verulegra bóta fyrir þjónustustig flugvallarins,“ sagði Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri verkefnisins sem ber nafnið K64 í samtali við fréttastofu fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×