LeBron James slítur samningi við Lakers og Chris Paul fer til Spurs Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2024 12:30 Lebron James og Chris Paul leggja hér á ráðin en þeir eru miklir vinir utan vallar. Christian Petersen/Getty Images Félagaskiptagluggi leikmanna með lausa samninga í NBA deildinni opnaði í dag og venju samkvæmt eru ýmsar sögur á sveimi. LeBron James slítur sig lausan Fáeinum dögum eftir að sonur hans, LeBron „Bronny“ James Jr., var valinn af Los Angeles Lakers í nýliðavalinu er greint frá því að LeBron James ætli ekki að nýta leikmannaréttinn og klára núverandi samning sinn við félagið. Hann vilji þó vera áfram hjá félaginu en ætli að endursemja og sé mögulega tilbúinn að taka á sig launalækkun. Lebron James mun að öllum líkindum uppfylla langþráðan draum og spila með syni sínum á næsta tímabili.Harry How/Getty Images Chris Paul til San Antonio Spurs Leikstjórnandinn Chris Paul er sagður á leið til San Antonio Spurs eftir að Golden State Warriors slepptu honum lausum. Paul er 39 ára gamall og mun hefja sitt 20. tímabil í deildinni í haust. Hann er þriðji stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar og á leið til liðs sem þarf sárlega á reynslumiklum leikstjórnanda að halda. Gangi hann til liðs við Spurs mun hann spila samhliða nýliða ársins, Victor Wembanyama, undir handsleiðslu Gregg Popovich sem skrifaði undir fimm ára samning í fyrra. Chris Paul, fyrrum leikmaður Golden State Warriors, ásamt góðvini sínum Scott Foster.Christian Petersen/Getty Images Harden áfram hjá Clippers en ekki Westbrook Samningur James Harden er runninn út en hann er sagður ákveðinn í að endursemja við Los Angeles Clippers til næstu tveggja ára. Kawhi Leonard skrifaði einnig nýlega undir þriggja ára samning. Paul George ákvað hins vegar að framlengja ekki við Clippers og fer til Philadelpia 76ers, þá er félagið sagt vilja losa sig við Russell Westbrook. Stjörnuferna LA Clippers er að leysast upp. Varamaðurinn fær 60 milljónir Talið er að Indiana Pacers hafi boðið framherjanum Obi Toppin fjögurra ára, 60 milljón dollara samning. Liðið eltist við hann í fyrra og fékk hann frá New York Knicks í skiptum fyrir tvö annars umferðar nýliðavöl. Hann reyndist Pacers mikilvægur maður af bekknum á nýliðnu tímabili þar sem liðið fór í úrslit austurdeildarinnar. Obi Toppin er góður varnarmaður og lék til úrslita austursins þar sem nýkrýndir NBA meistarar Boston Celtics sópuðu þeim burt.Adam Glanzman/Getty Images Óvænt stjarna síðasta tímabils til OKC Oklahoma City Thunder er að ganga frá samning við Isiah Hartenstein sem spilaði stóra rullu í liði New York Knicks á síðustu leiktíð. Gerir þessi öflugi miðherji þriggja ára samning upp á 87 milljónir Bandaríkjadala. Á hann að deila ábyrgðinni undir körfunni með Chet Holmgren. ESPN Sources: Free agent C Isaiah Hartenstein has agreed on a three-year, $87 million deal with the Oklahoma City Thunder. Hartenstein leave the Knicks for the top West seed eager to add his size, skill and physicality. pic.twitter.com/gbOpAw1Gsx— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 1, 2024 Fréttin var uppfærð. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Paul George gerir fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers Hinn 34 ára gamli Paul George hefur gengið frá fjögurra ára, 212 milljón dollara samningi við Philadelphia 76ers. Hann varð samningslaus eftir tímabilið hjá Los Angeles Clippers. Einnig hefur Kelly Oubre Jr. gengið frá tveggja ára samningsframlengingu. 1. júlí 2024 10:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
LeBron James slítur sig lausan Fáeinum dögum eftir að sonur hans, LeBron „Bronny“ James Jr., var valinn af Los Angeles Lakers í nýliðavalinu er greint frá því að LeBron James ætli ekki að nýta leikmannaréttinn og klára núverandi samning sinn við félagið. Hann vilji þó vera áfram hjá félaginu en ætli að endursemja og sé mögulega tilbúinn að taka á sig launalækkun. Lebron James mun að öllum líkindum uppfylla langþráðan draum og spila með syni sínum á næsta tímabili.Harry How/Getty Images Chris Paul til San Antonio Spurs Leikstjórnandinn Chris Paul er sagður á leið til San Antonio Spurs eftir að Golden State Warriors slepptu honum lausum. Paul er 39 ára gamall og mun hefja sitt 20. tímabil í deildinni í haust. Hann er þriðji stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar og á leið til liðs sem þarf sárlega á reynslumiklum leikstjórnanda að halda. Gangi hann til liðs við Spurs mun hann spila samhliða nýliða ársins, Victor Wembanyama, undir handsleiðslu Gregg Popovich sem skrifaði undir fimm ára samning í fyrra. Chris Paul, fyrrum leikmaður Golden State Warriors, ásamt góðvini sínum Scott Foster.Christian Petersen/Getty Images Harden áfram hjá Clippers en ekki Westbrook Samningur James Harden er runninn út en hann er sagður ákveðinn í að endursemja við Los Angeles Clippers til næstu tveggja ára. Kawhi Leonard skrifaði einnig nýlega undir þriggja ára samning. Paul George ákvað hins vegar að framlengja ekki við Clippers og fer til Philadelpia 76ers, þá er félagið sagt vilja losa sig við Russell Westbrook. Stjörnuferna LA Clippers er að leysast upp. Varamaðurinn fær 60 milljónir Talið er að Indiana Pacers hafi boðið framherjanum Obi Toppin fjögurra ára, 60 milljón dollara samning. Liðið eltist við hann í fyrra og fékk hann frá New York Knicks í skiptum fyrir tvö annars umferðar nýliðavöl. Hann reyndist Pacers mikilvægur maður af bekknum á nýliðnu tímabili þar sem liðið fór í úrslit austurdeildarinnar. Obi Toppin er góður varnarmaður og lék til úrslita austursins þar sem nýkrýndir NBA meistarar Boston Celtics sópuðu þeim burt.Adam Glanzman/Getty Images Óvænt stjarna síðasta tímabils til OKC Oklahoma City Thunder er að ganga frá samning við Isiah Hartenstein sem spilaði stóra rullu í liði New York Knicks á síðustu leiktíð. Gerir þessi öflugi miðherji þriggja ára samning upp á 87 milljónir Bandaríkjadala. Á hann að deila ábyrgðinni undir körfunni með Chet Holmgren. ESPN Sources: Free agent C Isaiah Hartenstein has agreed on a three-year, $87 million deal with the Oklahoma City Thunder. Hartenstein leave the Knicks for the top West seed eager to add his size, skill and physicality. pic.twitter.com/gbOpAw1Gsx— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 1, 2024 Fréttin var uppfærð.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Paul George gerir fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers Hinn 34 ára gamli Paul George hefur gengið frá fjögurra ára, 212 milljón dollara samningi við Philadelphia 76ers. Hann varð samningslaus eftir tímabilið hjá Los Angeles Clippers. Einnig hefur Kelly Oubre Jr. gengið frá tveggja ára samningsframlengingu. 1. júlí 2024 10:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Paul George gerir fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers Hinn 34 ára gamli Paul George hefur gengið frá fjögurra ára, 212 milljón dollara samningi við Philadelphia 76ers. Hann varð samningslaus eftir tímabilið hjá Los Angeles Clippers. Einnig hefur Kelly Oubre Jr. gengið frá tveggja ára samningsframlengingu. 1. júlí 2024 10:00