Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:31 Frá og með 1. ágúst skal gamla fólkið gjöra svo vel að reiða fram aðgangseyri áður en það dýfir sér í Laugardalslaug eða aðrar laugar Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust. Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust.
Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira