Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júní 2024 12:43 Ásgeir Jónsson er Seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. Verðbólga mælist nú 5,8 prósent og lækkaði um 0,4 prósentustig milli mánaða. Hún hefur ekki verið lægri síðan í febrúar árið 2022. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabankans í 9,25 prósentum og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst á síðasta ári. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er eftir tæpa tvo mánuði. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, vill að næstu ákvörðun verði flýtt. „Það að Seðlabankinn skuli ekki lækka vexti og bara gera það núna strax. Kalla til aukafundar peningastefnunefndar og gera það strax, ég vil eiginlega bara kalla það glæp gegn heimilunum og þjóðinni,“ segir Ásthildur Lóa. fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík á sérstökum þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þetta er langdýrasta aðgerð stjórnvalda vegna hamfaranna í Grindavík en áætlaður kostnaður er rúmir 60 milljarðar króna. Alþingi, Ásthildur Lóa ÞórsdóttirVísir/Vilhelm Það sé ekki boðlegt að halda stýrivöxtunum svo háum á meðan verðbólgan hefur lækkað jafnmikið og raun ber vitni. „Húsnæðisverð hefur verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar. Eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess er að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hefur samt dregist úr nýbyggingum og vaxtastefnan er þannig beinlínis að vinna gegn tilgangi sínum,“ segir Ásthildur Lóa. Þá dugi ekki smávægileg lækkun. „Við viljum sjá lágmark eitt til tvö prósent vaxtalækkun. Það er mjög erfitt fyrir okkur að segja eitthvað svona fast en 0,25 eða 0,5 er bara ekki í boði núna,“ segir Ásthildur Lóa. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum stendur fundaráætlun enn og næsta ákvörðun verður þann 21. ágúst næstkomandi. Engin áform eru um að flýta henni vegna lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,8 prósent og lækkaði um 0,4 prósentustig milli mánaða. Hún hefur ekki verið lægri síðan í febrúar árið 2022. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabankans í 9,25 prósentum og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst á síðasta ári. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er eftir tæpa tvo mánuði. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, vill að næstu ákvörðun verði flýtt. „Það að Seðlabankinn skuli ekki lækka vexti og bara gera það núna strax. Kalla til aukafundar peningastefnunefndar og gera það strax, ég vil eiginlega bara kalla það glæp gegn heimilunum og þjóðinni,“ segir Ásthildur Lóa. fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík á sérstökum þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þetta er langdýrasta aðgerð stjórnvalda vegna hamfaranna í Grindavík en áætlaður kostnaður er rúmir 60 milljarðar króna. Alþingi, Ásthildur Lóa ÞórsdóttirVísir/Vilhelm Það sé ekki boðlegt að halda stýrivöxtunum svo háum á meðan verðbólgan hefur lækkað jafnmikið og raun ber vitni. „Húsnæðisverð hefur verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar. Eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess er að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hefur samt dregist úr nýbyggingum og vaxtastefnan er þannig beinlínis að vinna gegn tilgangi sínum,“ segir Ásthildur Lóa. Þá dugi ekki smávægileg lækkun. „Við viljum sjá lágmark eitt til tvö prósent vaxtalækkun. Það er mjög erfitt fyrir okkur að segja eitthvað svona fast en 0,25 eða 0,5 er bara ekki í boði núna,“ segir Ásthildur Lóa. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum stendur fundaráætlun enn og næsta ákvörðun verður þann 21. ágúst næstkomandi. Engin áform eru um að flýta henni vegna lækkandi verðbólgu.
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira