Reyndi að komast á Ólympíuleikana en greindist svo með þrjú óskurðtæk æxli í heila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 09:01 Hörð barátta bíður Archies Goodburn. getty/Morgan Harlow Skoski sundgarpurinn Archie Goodburn greindist með þrjú stór óskurðtæk æxli í heila, skömmu eftir að hann freistaði þess að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París. Goodburn missti naumlega af Ólympíusæti en hann fékk hins vegar enn verri fréttir eftir að hafa gengist undir skoðun eftir úrtökumótið. Það fundust nefnilega þrjú stór æxli í heila hans og þau eru óskurðtæk. Goodburns bíður því lyfja- og geislameðferð til að reyna að ráða niðurlögum krabbameinsins sem ku vera mjög sjaldgæft. Goodburn segist hafa byrjað að líða skringilega í lok síðasta árs, sérstaklega eftir stífar æfingar. Hann glataði styrk, var dofinn í vinstri helmingi líkamans, varð mjög óttasleginn, óglatt og fann sterklega fyrir deja vu. Eftir úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana gekkst Goodburn undir skoðun þar sem ótti hans var staðfestur. En þrátt fyrir að hafa fengið þessar erfiðu fréttir er Goodburn bjartsýnn. „Það góða er að lyfja- og geislameðferðir virka betur á svona heilaæxli frekar en önnur. Ég er ungur og hraustur og er með besta mögulega stuðningsmet vina sem til er, bestu fjölskyldu sem ég gæti óskað mér og frábæra kærustu mér við hlið. Ég er staðráðinn í að tækla þetta af öllu afli, vera bjartsýnn og halda áfram að vera Arcie,“ skrifaði Goodburn á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Archie Goodburn 🚀🧑🏽🚀 (@archie_goodburn) Goodburn, sem er 23 ára, keppti fyrir hönd Skotlands á Samveldisleikunum fyrir tveimur árum og vann brons í fimmtíu metra bringusundi á HM ungmenna 2019. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Krabbamein Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
Goodburn missti naumlega af Ólympíusæti en hann fékk hins vegar enn verri fréttir eftir að hafa gengist undir skoðun eftir úrtökumótið. Það fundust nefnilega þrjú stór æxli í heila hans og þau eru óskurðtæk. Goodburns bíður því lyfja- og geislameðferð til að reyna að ráða niðurlögum krabbameinsins sem ku vera mjög sjaldgæft. Goodburn segist hafa byrjað að líða skringilega í lok síðasta árs, sérstaklega eftir stífar æfingar. Hann glataði styrk, var dofinn í vinstri helmingi líkamans, varð mjög óttasleginn, óglatt og fann sterklega fyrir deja vu. Eftir úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana gekkst Goodburn undir skoðun þar sem ótti hans var staðfestur. En þrátt fyrir að hafa fengið þessar erfiðu fréttir er Goodburn bjartsýnn. „Það góða er að lyfja- og geislameðferðir virka betur á svona heilaæxli frekar en önnur. Ég er ungur og hraustur og er með besta mögulega stuðningsmet vina sem til er, bestu fjölskyldu sem ég gæti óskað mér og frábæra kærustu mér við hlið. Ég er staðráðinn í að tækla þetta af öllu afli, vera bjartsýnn og halda áfram að vera Arcie,“ skrifaði Goodburn á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Archie Goodburn 🚀🧑🏽🚀 (@archie_goodburn) Goodburn, sem er 23 ára, keppti fyrir hönd Skotlands á Samveldisleikunum fyrir tveimur árum og vann brons í fimmtíu metra bringusundi á HM ungmenna 2019.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Krabbamein Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira