Segir framlög til afreksíþrótta alltof lág: „Þessar 392 milljónir duga engan veginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 08:01 Arnar Pétursson hefur stýrt kvennalandsliðinu í handbolta frá 2019. vísir/hulda margrét Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu. Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira