Ómögulegt að vita hvað leynist í „brúnku-nefspreyjum“ sem seld eru á samfélagsmiðlum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. júní 2024 21:03 Fullyrt er í auglýsingunni að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk. Instagram Alvarlegum aukaverkunum hefur verið lýst í kjölfar notkunar á svokölluðum brúnku-nefspreyjum sem fullyrt er í auglýsingum að auki og viðhaldi sólbrúnku. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir skýrt í lögum að auglýsingar megi ekki vera villandi gagnvart neytendum. Sólbrúnka hefur löngum þótt eftirsóknarvert útlit, þrátt fyrir að síðustu ár hafi nokkuð dregið úr sólbrúnkuæðinu, ekki síst vegna aukins fjölda húðkrabbameinstilfella og tengsla þeirra við sólböð og ljósabekki. Síðustu misseri hafa þó borist fréttir af því að ungmenni hér á landi séu á ný að sækja í auknum mæli í ljósabekki og hafa húðlæknar lýst yfir áhyggjum. Á samfélagsmiðlum hafa að undanförnu sprottið upp auglýsingar um ósamþykkt brúnkuaukandi efni. Má þar helst nefna brúnku-nefsprey sem fullyrt er að sé það notað samhliða sólböðum eða ljósabekkjanotkun verði sólbrúnkan dýpri og endist lengur. Spreyin eru seld hér á landi og í auglýsingu á Instagram er því lýst að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í viku til tíu daga til að verða „sjúklega brúnn,“ eins og það er orðað. Fullyrt er í auglýsingum að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk.Instagram Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifaði grein á dögunum þar sem hún útskýrir að rík ástæða væri fyrir því að þessi svokölluðu „barbí-brúnkulyf“ eins og hún kallar þau, fáist ekki á hinum almenna markaði. Þar sem eftirlitið sé ekkert væri ómögulegt að vita hvað leynist í þeim. Virka efnið í brúnkuspreyinu heitir Melanotan II, en lítið er vitað um áhrif efnisins í lengri tíma. Aukaverkanir geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sýkingar og langvarandi sársaukafull standpína hjá körlum. Lára segir lífshættulegum einkennum einnig hafa verið lýst, svo sem brjóstverk, andnauð og krömpum. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, segir að málið verði tekið til skoðunar. Hún geti ekki tjáð sig efnislega einstök dæmi fyrr en það hefur verið gert. „En það á svosem við um auglýsingar á samfélagsmiðlum og hvar sem þær birtast, að þær mega ekki vera villandi gagnvart neytendum. Fyrirtæki þurfa að geta sannað það sem fram kemur.“ Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu.Vísir/Stefán Neytendastofa hafi ýmis úrræði ef fyrirtæki eða einstaklingar gerist sekir um brot á neytendalögum. „Það hefur til dæmis verið gert í tilfellum þar sem einhverjar vörur sem ekki eru lyf, en fullyrt var að hefðu einhverja virkni sem væri sambærileg lyfjum, þá hefur stofnunin hiklaust beitt sektum.“ Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Heilsa Tengdar fréttir Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Sólbrúnka hefur löngum þótt eftirsóknarvert útlit, þrátt fyrir að síðustu ár hafi nokkuð dregið úr sólbrúnkuæðinu, ekki síst vegna aukins fjölda húðkrabbameinstilfella og tengsla þeirra við sólböð og ljósabekki. Síðustu misseri hafa þó borist fréttir af því að ungmenni hér á landi séu á ný að sækja í auknum mæli í ljósabekki og hafa húðlæknar lýst yfir áhyggjum. Á samfélagsmiðlum hafa að undanförnu sprottið upp auglýsingar um ósamþykkt brúnkuaukandi efni. Má þar helst nefna brúnku-nefsprey sem fullyrt er að sé það notað samhliða sólböðum eða ljósabekkjanotkun verði sólbrúnkan dýpri og endist lengur. Spreyin eru seld hér á landi og í auglýsingu á Instagram er því lýst að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í viku til tíu daga til að verða „sjúklega brúnn,“ eins og það er orðað. Fullyrt er í auglýsingum að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk.Instagram Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifaði grein á dögunum þar sem hún útskýrir að rík ástæða væri fyrir því að þessi svokölluðu „barbí-brúnkulyf“ eins og hún kallar þau, fáist ekki á hinum almenna markaði. Þar sem eftirlitið sé ekkert væri ómögulegt að vita hvað leynist í þeim. Virka efnið í brúnkuspreyinu heitir Melanotan II, en lítið er vitað um áhrif efnisins í lengri tíma. Aukaverkanir geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sýkingar og langvarandi sársaukafull standpína hjá körlum. Lára segir lífshættulegum einkennum einnig hafa verið lýst, svo sem brjóstverk, andnauð og krömpum. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, segir að málið verði tekið til skoðunar. Hún geti ekki tjáð sig efnislega einstök dæmi fyrr en það hefur verið gert. „En það á svosem við um auglýsingar á samfélagsmiðlum og hvar sem þær birtast, að þær mega ekki vera villandi gagnvart neytendum. Fyrirtæki þurfa að geta sannað það sem fram kemur.“ Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu.Vísir/Stefán Neytendastofa hafi ýmis úrræði ef fyrirtæki eða einstaklingar gerist sekir um brot á neytendalögum. „Það hefur til dæmis verið gert í tilfellum þar sem einhverjar vörur sem ekki eru lyf, en fullyrt var að hefðu einhverja virkni sem væri sambærileg lyfjum, þá hefur stofnunin hiklaust beitt sektum.“
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Heilsa Tengdar fréttir Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19
Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54
Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14