Ómögulegt að vita hvað leynist í „brúnku-nefspreyjum“ sem seld eru á samfélagsmiðlum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. júní 2024 21:03 Fullyrt er í auglýsingunni að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk. Instagram Alvarlegum aukaverkunum hefur verið lýst í kjölfar notkunar á svokölluðum brúnku-nefspreyjum sem fullyrt er í auglýsingum að auki og viðhaldi sólbrúnku. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir skýrt í lögum að auglýsingar megi ekki vera villandi gagnvart neytendum. Sólbrúnka hefur löngum þótt eftirsóknarvert útlit, þrátt fyrir að síðustu ár hafi nokkuð dregið úr sólbrúnkuæðinu, ekki síst vegna aukins fjölda húðkrabbameinstilfella og tengsla þeirra við sólböð og ljósabekki. Síðustu misseri hafa þó borist fréttir af því að ungmenni hér á landi séu á ný að sækja í auknum mæli í ljósabekki og hafa húðlæknar lýst yfir áhyggjum. Á samfélagsmiðlum hafa að undanförnu sprottið upp auglýsingar um ósamþykkt brúnkuaukandi efni. Má þar helst nefna brúnku-nefsprey sem fullyrt er að sé það notað samhliða sólböðum eða ljósabekkjanotkun verði sólbrúnkan dýpri og endist lengur. Spreyin eru seld hér á landi og í auglýsingu á Instagram er því lýst að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í viku til tíu daga til að verða „sjúklega brúnn,“ eins og það er orðað. Fullyrt er í auglýsingum að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk.Instagram Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifaði grein á dögunum þar sem hún útskýrir að rík ástæða væri fyrir því að þessi svokölluðu „barbí-brúnkulyf“ eins og hún kallar þau, fáist ekki á hinum almenna markaði. Þar sem eftirlitið sé ekkert væri ómögulegt að vita hvað leynist í þeim. Virka efnið í brúnkuspreyinu heitir Melanotan II, en lítið er vitað um áhrif efnisins í lengri tíma. Aukaverkanir geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sýkingar og langvarandi sársaukafull standpína hjá körlum. Lára segir lífshættulegum einkennum einnig hafa verið lýst, svo sem brjóstverk, andnauð og krömpum. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, segir að málið verði tekið til skoðunar. Hún geti ekki tjáð sig efnislega einstök dæmi fyrr en það hefur verið gert. „En það á svosem við um auglýsingar á samfélagsmiðlum og hvar sem þær birtast, að þær mega ekki vera villandi gagnvart neytendum. Fyrirtæki þurfa að geta sannað það sem fram kemur.“ Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu.Vísir/Stefán Neytendastofa hafi ýmis úrræði ef fyrirtæki eða einstaklingar gerist sekir um brot á neytendalögum. „Það hefur til dæmis verið gert í tilfellum þar sem einhverjar vörur sem ekki eru lyf, en fullyrt var að hefðu einhverja virkni sem væri sambærileg lyfjum, þá hefur stofnunin hiklaust beitt sektum.“ Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Heilsa Tengdar fréttir Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sólbrúnka hefur löngum þótt eftirsóknarvert útlit, þrátt fyrir að síðustu ár hafi nokkuð dregið úr sólbrúnkuæðinu, ekki síst vegna aukins fjölda húðkrabbameinstilfella og tengsla þeirra við sólböð og ljósabekki. Síðustu misseri hafa þó borist fréttir af því að ungmenni hér á landi séu á ný að sækja í auknum mæli í ljósabekki og hafa húðlæknar lýst yfir áhyggjum. Á samfélagsmiðlum hafa að undanförnu sprottið upp auglýsingar um ósamþykkt brúnkuaukandi efni. Má þar helst nefna brúnku-nefsprey sem fullyrt er að sé það notað samhliða sólböðum eða ljósabekkjanotkun verði sólbrúnkan dýpri og endist lengur. Spreyin eru seld hér á landi og í auglýsingu á Instagram er því lýst að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í viku til tíu daga til að verða „sjúklega brúnn,“ eins og það er orðað. Fullyrt er í auglýsingum að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk.Instagram Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifaði grein á dögunum þar sem hún útskýrir að rík ástæða væri fyrir því að þessi svokölluðu „barbí-brúnkulyf“ eins og hún kallar þau, fáist ekki á hinum almenna markaði. Þar sem eftirlitið sé ekkert væri ómögulegt að vita hvað leynist í þeim. Virka efnið í brúnkuspreyinu heitir Melanotan II, en lítið er vitað um áhrif efnisins í lengri tíma. Aukaverkanir geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sýkingar og langvarandi sársaukafull standpína hjá körlum. Lára segir lífshættulegum einkennum einnig hafa verið lýst, svo sem brjóstverk, andnauð og krömpum. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, segir að málið verði tekið til skoðunar. Hún geti ekki tjáð sig efnislega einstök dæmi fyrr en það hefur verið gert. „En það á svosem við um auglýsingar á samfélagsmiðlum og hvar sem þær birtast, að þær mega ekki vera villandi gagnvart neytendum. Fyrirtæki þurfa að geta sannað það sem fram kemur.“ Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu.Vísir/Stefán Neytendastofa hafi ýmis úrræði ef fyrirtæki eða einstaklingar gerist sekir um brot á neytendalögum. „Það hefur til dæmis verið gert í tilfellum þar sem einhverjar vörur sem ekki eru lyf, en fullyrt var að hefðu einhverja virkni sem væri sambærileg lyfjum, þá hefur stofnunin hiklaust beitt sektum.“
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Heilsa Tengdar fréttir Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19
Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54
Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14