Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2024 13:57 Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana mætir Joe Biden sitjandi forseta í kappræðum í nótt. AP/Chris Szagola Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira