Segir hermennina hafa traðkað á skotsárum sínum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 21:29 Ísraelsher hefur verið sakaður um að nota Palestínumanninn Mujahid Abadi sem skjöld, þegar hermenn festu hann framan á bíl á laugardaginn. AP Maðurinn sem Ísraelsher festi framan á jeppa hersins í Jenín á Vesturbakkanum á laugardaginn segist hafa verið fyrir framan heimili frænda síns þegar hann varð fyrir skothríð Ísraelshers. Nokkrar klukkustundir hafi liðið þar til hermenn fundu hann liggjandi í jörðinni, og hann segir þá hafa sparkað í skotsár sín og síðar fest hann framan á jeppa hersins. Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Ísraelski herinn staðfesti á sunnudaginn að hermenn hans hefðu brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í borginni. Herinn sagði að atvikið yrði rannsakað. Hinn 24 ára gamli Mojahid Abadi segir frá atburðarásinni í samtali við bandaríska miðilinn Associated Press. Blaðamaður miðilsins ræddi við hann meðan hann lá á sjúkrahúsi í Palestínu. Hann segist hafa verið inni á heimili frænda síns þegar hann hafi heyrt læti að utan. Hann hafi kíkt út til að athuga hvort herinn væri kominn í hverfið. „Þegar ég reyndi að fara aftur inn var skyndilega skotið í áttina til mín. Frændi minn sem var þarna nálægt var líka skotinn,“ segir Abadi í samtali við AP. Hann segir frá því að hafa verið skotinn í handlegginn, og stokkið bak við bíl fjölskyldunnar í felur. Þá hafi hann verið skotinn í fótlegginn. Abadi segist hafa hringt í föður sinn, sem reyndi eins og hann gat að halda honum vakandi, án árangurs. Jeppanum ekið fram hjá tveimur sjúkrabílum Í tilkynningu frá Ísraelsher vegna atviksins kom fram að maðurinn sem þeir festu við húddið hafi verið grunaður um hryðjuverk og þess vegna hafi hann verið handtekinn. Það stemmir þó ekki við frásögn Abadi, en herinn hefur dregið þann grun til baka. Á myndbandi sem fór í dreifingu sést Abadi bundinn við húdd jeppa Ísraelshers. Myndbandið fór í mikla dreifingu og er herinn sakaður um að hafa notað Abadi sem skjöld. Nokkrum klukkustundum eftir að Abadi var skotinn rankaði hann við sér við hermenn að sparka í skotsárin hans og höfuð. Hann var síðan festur upp á jeppa í eigu hersins. AP hefur eftir Ísraelsher að þeir hafi sett manninn á húddið til að koma honum undir læknishendur. Talsmaður palestínska Rauða krossins segir sjúkraflutningamönnum hafa verið meinaður aðgangur að jeppanum. Í myndefni sem tekið var upp meðan á atvikinu stóð sést að jeppanum var ekið fram hjá tveimur slökkviliðsbílum áður en hermennirnir komu Abadi undir læknishendur. Sem fyrr segir segist Ísraelsher rannsaka atvikið, og að það endurspegli ekki gildi hersins.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira