Gera úttekt á mat í skólum Árborgar: Gjörunnin matvæli þrisvar í viku Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 14:00 Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Áfram Árborgar segir að málið verði skoðað í sumar og svo teknar ákvarðanir byggt á því. Aðsend Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu. Í stað þess að vera með matráð í hverjum grunn- og leikskóla eru því nú aðeins matráðar í þremur grunnskólum sem elda einnig fyrir leikskóla sem þeim eru næstir. Það er enn starfsfólk í eldhúsum allra skólanna sem sjá um morgunmat og grænmetis- og ávaxtabakka. Úttekt í sumar Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Áfram Árborgar segir í samtali við fréttastofu að verkefni sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sem mun sjá um úttektina, verði tvíþætt. Það eigi annars vegar að kanna hagkvæmni þess að færa eldun matarins í þrjú eldhús í stað þess að hafa það í hverjum leik- og grunnskóla. Hins vegar eigi svo að athuga hvort að gæði matarins hafi rýrnað, batnað eða staðið í stað. Myndirnar í fréttinni eru af matnum í skólunum á Árborg. „Þessu er tekið mjög alvarlega af bæjaryfirvöldum. 10 af 11 bæjarfulltrúum eru foreldrar og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að börnin eru framtíðin okkar og viljum þeim allt hið besta. Við leysum þetta þegar gögn frá úttekt skila sér síðar í sumar,“ segir Álfheiður. Kjöt í raspi og kartöflur. Álfheiður segir að á tímabili hafi verið notaðar forsoðnar kartöflur en svo hafi matráðurinn aftur skipt.Aðsend Ástrós Rut Sigurðardóttir er formaður leikskólans Álfheima í Árborg og varamaður í bæjarstjórn. Hún segir málið hafa verið tekið fyrir á fundi meirihlutans í byrjun júní og að sviðsstjóri fjölskyldusviðs muni taka matinn til skoðunar, gæði hans og hvernig hann samræmist ráðleggingum landlæknisembættisins um mataræði barna. „Það á að fara alveg í saumana á þessum málum. Það verður vonandi gert í sumar,“ segir Ástrós sem á þrjú börn á leikskóla í Árborg. Ástrós segist ekki geta setið aðgerðalaus hjá.Aðsend „Ég hef orðið vör við það oftar en einu sinni að börnin mín eru með niðurgang, þeim er illt í maganum og það er allskonar vesen. Ég sé mun á athygli þeirra um helgar og á virkum dögum,“ segir Ástrós að hún sjálf reyni að elda sem mest frá grunni. Skortir á gæði Hún segir að á matseðlunum megi sjá að allt of mikið af því sem er í boði í leikskólunum er gjörunnið. Sem dæmi hafi hún séð á matseðlinum hvítt brauð, forsoðnar kartöflur og frosinn matur. Þau fái ferskt grænmeti og ávexti en maturinn sé of unninn. Vorrúllur og kartöflur.Aðsend „Það þarf að laga þessi mál og sem formaður foreldrafélagsins og foreldri hef ég ekki hjarta í að sitja og bíða og segja ekki neitt. Þetta snertir ekki bara mín börn heldur snertir þau öll,“ segir Ástrós og að hún voni að með samhliða úttektinni verði hægt að bæta úr þessu. „Það vantar rosalega mikið upp á gæði og það er greinilegt að það varð einhver breyting þegar þessi hagræðing var gerð. Sumt starfsfólk tekur með sér nesti því þau geta ekki hugsað sér að borða matinn.“ Ástrós segir áhrifin einnig koma fram í athygli barnanna. Maturinn sé svo hitaeiningaríkur að börnin rjúki upp í blóðsykri og detti svo niður. Kennararnir sjái þannig mun á þeim. „Ef þú ert að borða unna matvöru allt frá því að þú ert eins of hálfs árs hljóta að vera einhver áhrif af því til lengri tíma.“ Fiskur í raspi, franskar og soðið grænmeti.Aðsend Gjörunninn matur þrisvar í viku Fjallað var um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Ása Ninna Pétursdóttir og Heimir Karlsson stjórnendur þáttarins greindu frá því að þau hafi átt mörg símtöl við kennara, foreldra og stjórnendur leikskóla sem hafi lýst miklum áhyggjum af þessu ástandi. Kristján Þór Gunnarson heimilislæknir er einnig foreldri barna á öllum skólastigum í Árborg. Hann ræddi þetta mál við Ásu Ninnu og Heimi í morgun í Bítinu. Kristján segir að tvisvar til þrisvar sinnum í viku sé börnum í Árborg boðið upp á gjörunnin mat. Það eru matvæli með mörgum innihaldsefnum eða frosinn mat. Það hafi orðið augljós breyting á máltíðunum eftir að matráðunum var sagt upp. „Það var augljós breyting frá því að það var matráður í leikskólum,“ segir Kristján. Dóttir hans sé í leikskóla og hafi verið afar ánægð með matinn áður. Nú komi maturinn frá miðlægu eldhúsi og máltíðirnar séu mjög breyttar segir Kristján og að sem dæm i hafi verið kjúklinganaggar og franskar í matinn einn daginn. „Frosinn fiskur í raspi einn daginn og minna úrval af grænmeti. Dóttir mín er ekki alltaf södd þegar hún kemur heim úr leikskólanum,“ segir Kristján. Dóttir hans borði einhverja ávexti í ávaxtastundinni en greinilegt sé að hún nái ekki að borða sig sadda í leikskólanum. Kristján segir áhrifanna ekki aðeins að gæta á heimilinu heldur einnig á heilsugæslunni. Hann hitti reglulega fólk sem tali um að það sé breyting á hegðun og hægðum og líðan barna en það sé erfitt að sýna orsakasamhengi. Ása Ninna Pétursdóttir fréttamaður í Bítinu segist hafa rætt við kennara sem starfi á leikskólanum sem segi ýmis magavandamál barna hafa aukist. Þau séu með niðurgang og sjái það vel hjá þeim börnum sem nota enn bleyju. Kristján segir til ráðleggingar frá landlækni um næringu barna og leikskólaeldhús. Þar komi fram að hann eigi að vera sem minnst unnin en að það sem einkenni mikið unnin matvæli sé mikil orka en minni næring og minna af trefjum. Allt hafi þetta áhrif á meltingu og þarmaflóru sem svo getur haft áhrif á líðan. Þá segir Kristján að það hafi verið sýnt fram á það í rannsóknum að það sem þú borðar á aldrinum tveggja til sex ára hafi töluvert að segja um það hvernig þú borðar á fullorðinsárum. „Þessi bragðlaukaþjálfun og hvað þú venst skiptir máli.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur um næringu barna, segir að þarna komi skýrt fram hvernig stjórnsýslan er að spara. Þetta sé pólitísk ákvörðun. Hún hafi skoðað skólamötuneyti og talað við fólk sem stýrir svona eldhúsum sem hafi verið allt af vilja gert en verið sniðinn þröngur stakkur vegna niðurskurðar. Elísabet segir þetta grafalvarlegt mál. Kristján segir að almennt þurfi að herða reglugerðir um framleiðslu gjörunnins mat en ef ástæða þess að það er gjörunninn matur í boði er stjórnsýsluleg ákvörðun um að spara þá skipti ekki reglugerðin endilega mestu máli. Það þurfi að tryggja að reglugerðum og lögum fylgi fjármagn til innleiðingar. Elísabet segir skipta máli að foreldrar þrýsti á að börn fái hreinan, góðan og íslenskan mat. Þetta sé vandamál í fleiri sveitarfélögum. Elísabet segir að hún hafi áður lagt til að það væri sami matur um allt land. Það sé einn matseðill og allir geti keypt inn það sama. Grænmetisbollur, tómatsósa, kjúklingabaunir og bygg.Aðsend Kristján segir þetta mikilvægt tæki fyrir jöfnuð. Þeir sem hafi minnst á milli handanna og minna matvælalæsi borði mest af gjörunnum mat. Rannsóknir í Bretlandi hafi sem dæmi sýnt að allt að 80 prósent þess mat sem tekjulægsti hópurinn borðar sé gjörunninn. Sé litið til Íslands sé sama hlutfall hjá tekjulágum um 60 prósent. Þess vegna skipti miklu máli að börn fái góðan og hollan mat í skólakerfinu. „Ef þú færð gjörunninn mat líka í skólanum þá færðu aldrei alvöru mat. Þannig er þetta mikilvægt jöfnunartól að geta gengið að því vísu að fá hollan og góðan mat í skólum og leikskólum,“ segir Kristján. Árborg Bítið Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Í stað þess að vera með matráð í hverjum grunn- og leikskóla eru því nú aðeins matráðar í þremur grunnskólum sem elda einnig fyrir leikskóla sem þeim eru næstir. Það er enn starfsfólk í eldhúsum allra skólanna sem sjá um morgunmat og grænmetis- og ávaxtabakka. Úttekt í sumar Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Áfram Árborgar segir í samtali við fréttastofu að verkefni sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sem mun sjá um úttektina, verði tvíþætt. Það eigi annars vegar að kanna hagkvæmni þess að færa eldun matarins í þrjú eldhús í stað þess að hafa það í hverjum leik- og grunnskóla. Hins vegar eigi svo að athuga hvort að gæði matarins hafi rýrnað, batnað eða staðið í stað. Myndirnar í fréttinni eru af matnum í skólunum á Árborg. „Þessu er tekið mjög alvarlega af bæjaryfirvöldum. 10 af 11 bæjarfulltrúum eru foreldrar og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að börnin eru framtíðin okkar og viljum þeim allt hið besta. Við leysum þetta þegar gögn frá úttekt skila sér síðar í sumar,“ segir Álfheiður. Kjöt í raspi og kartöflur. Álfheiður segir að á tímabili hafi verið notaðar forsoðnar kartöflur en svo hafi matráðurinn aftur skipt.Aðsend Ástrós Rut Sigurðardóttir er formaður leikskólans Álfheima í Árborg og varamaður í bæjarstjórn. Hún segir málið hafa verið tekið fyrir á fundi meirihlutans í byrjun júní og að sviðsstjóri fjölskyldusviðs muni taka matinn til skoðunar, gæði hans og hvernig hann samræmist ráðleggingum landlæknisembættisins um mataræði barna. „Það á að fara alveg í saumana á þessum málum. Það verður vonandi gert í sumar,“ segir Ástrós sem á þrjú börn á leikskóla í Árborg. Ástrós segist ekki geta setið aðgerðalaus hjá.Aðsend „Ég hef orðið vör við það oftar en einu sinni að börnin mín eru með niðurgang, þeim er illt í maganum og það er allskonar vesen. Ég sé mun á athygli þeirra um helgar og á virkum dögum,“ segir Ástrós að hún sjálf reyni að elda sem mest frá grunni. Skortir á gæði Hún segir að á matseðlunum megi sjá að allt of mikið af því sem er í boði í leikskólunum er gjörunnið. Sem dæmi hafi hún séð á matseðlinum hvítt brauð, forsoðnar kartöflur og frosinn matur. Þau fái ferskt grænmeti og ávexti en maturinn sé of unninn. Vorrúllur og kartöflur.Aðsend „Það þarf að laga þessi mál og sem formaður foreldrafélagsins og foreldri hef ég ekki hjarta í að sitja og bíða og segja ekki neitt. Þetta snertir ekki bara mín börn heldur snertir þau öll,“ segir Ástrós og að hún voni að með samhliða úttektinni verði hægt að bæta úr þessu. „Það vantar rosalega mikið upp á gæði og það er greinilegt að það varð einhver breyting þegar þessi hagræðing var gerð. Sumt starfsfólk tekur með sér nesti því þau geta ekki hugsað sér að borða matinn.“ Ástrós segir áhrifin einnig koma fram í athygli barnanna. Maturinn sé svo hitaeiningaríkur að börnin rjúki upp í blóðsykri og detti svo niður. Kennararnir sjái þannig mun á þeim. „Ef þú ert að borða unna matvöru allt frá því að þú ert eins of hálfs árs hljóta að vera einhver áhrif af því til lengri tíma.“ Fiskur í raspi, franskar og soðið grænmeti.Aðsend Gjörunninn matur þrisvar í viku Fjallað var um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Ása Ninna Pétursdóttir og Heimir Karlsson stjórnendur þáttarins greindu frá því að þau hafi átt mörg símtöl við kennara, foreldra og stjórnendur leikskóla sem hafi lýst miklum áhyggjum af þessu ástandi. Kristján Þór Gunnarson heimilislæknir er einnig foreldri barna á öllum skólastigum í Árborg. Hann ræddi þetta mál við Ásu Ninnu og Heimi í morgun í Bítinu. Kristján segir að tvisvar til þrisvar sinnum í viku sé börnum í Árborg boðið upp á gjörunnin mat. Það eru matvæli með mörgum innihaldsefnum eða frosinn mat. Það hafi orðið augljós breyting á máltíðunum eftir að matráðunum var sagt upp. „Það var augljós breyting frá því að það var matráður í leikskólum,“ segir Kristján. Dóttir hans sé í leikskóla og hafi verið afar ánægð með matinn áður. Nú komi maturinn frá miðlægu eldhúsi og máltíðirnar séu mjög breyttar segir Kristján og að sem dæm i hafi verið kjúklinganaggar og franskar í matinn einn daginn. „Frosinn fiskur í raspi einn daginn og minna úrval af grænmeti. Dóttir mín er ekki alltaf södd þegar hún kemur heim úr leikskólanum,“ segir Kristján. Dóttir hans borði einhverja ávexti í ávaxtastundinni en greinilegt sé að hún nái ekki að borða sig sadda í leikskólanum. Kristján segir áhrifanna ekki aðeins að gæta á heimilinu heldur einnig á heilsugæslunni. Hann hitti reglulega fólk sem tali um að það sé breyting á hegðun og hægðum og líðan barna en það sé erfitt að sýna orsakasamhengi. Ása Ninna Pétursdóttir fréttamaður í Bítinu segist hafa rætt við kennara sem starfi á leikskólanum sem segi ýmis magavandamál barna hafa aukist. Þau séu með niðurgang og sjái það vel hjá þeim börnum sem nota enn bleyju. Kristján segir til ráðleggingar frá landlækni um næringu barna og leikskólaeldhús. Þar komi fram að hann eigi að vera sem minnst unnin en að það sem einkenni mikið unnin matvæli sé mikil orka en minni næring og minna af trefjum. Allt hafi þetta áhrif á meltingu og þarmaflóru sem svo getur haft áhrif á líðan. Þá segir Kristján að það hafi verið sýnt fram á það í rannsóknum að það sem þú borðar á aldrinum tveggja til sex ára hafi töluvert að segja um það hvernig þú borðar á fullorðinsárum. „Þessi bragðlaukaþjálfun og hvað þú venst skiptir máli.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur um næringu barna, segir að þarna komi skýrt fram hvernig stjórnsýslan er að spara. Þetta sé pólitísk ákvörðun. Hún hafi skoðað skólamötuneyti og talað við fólk sem stýrir svona eldhúsum sem hafi verið allt af vilja gert en verið sniðinn þröngur stakkur vegna niðurskurðar. Elísabet segir þetta grafalvarlegt mál. Kristján segir að almennt þurfi að herða reglugerðir um framleiðslu gjörunnins mat en ef ástæða þess að það er gjörunninn matur í boði er stjórnsýsluleg ákvörðun um að spara þá skipti ekki reglugerðin endilega mestu máli. Það þurfi að tryggja að reglugerðum og lögum fylgi fjármagn til innleiðingar. Elísabet segir skipta máli að foreldrar þrýsti á að börn fái hreinan, góðan og íslenskan mat. Þetta sé vandamál í fleiri sveitarfélögum. Elísabet segir að hún hafi áður lagt til að það væri sami matur um allt land. Það sé einn matseðill og allir geti keypt inn það sama. Grænmetisbollur, tómatsósa, kjúklingabaunir og bygg.Aðsend Kristján segir þetta mikilvægt tæki fyrir jöfnuð. Þeir sem hafi minnst á milli handanna og minna matvælalæsi borði mest af gjörunnum mat. Rannsóknir í Bretlandi hafi sem dæmi sýnt að allt að 80 prósent þess mat sem tekjulægsti hópurinn borðar sé gjörunninn. Sé litið til Íslands sé sama hlutfall hjá tekjulágum um 60 prósent. Þess vegna skipti miklu máli að börn fái góðan og hollan mat í skólakerfinu. „Ef þú færð gjörunninn mat líka í skólanum þá færðu aldrei alvöru mat. Þannig er þetta mikilvægt jöfnunartól að geta gengið að því vísu að fá hollan og góðan mat í skólum og leikskólum,“ segir Kristján.
Árborg Bítið Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33