Þetta er tómarúmið ykkar Eva Dögg Jón Kaldal skrifar 25. júní 2024 13:00 Í síðustu viku bárust þau tíðindi að ekki yrðu greidd atkvæði um lagareldisfrumvarp VG fyrir þinglok vegna þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar náðu ekki saman um málið í atvinnuveganefnd. Þetta voru góðar fréttir. Sérstakt var þó að heyra formann atvinnuveganefndar tala um ágreining milli stjórnarflokkanna um „skattheimtu og gjaldtöku“. Um þessa þætti frumvarpsins hefur svo til engin umræða verið í samanburði við harða gagnrýni náttúruverndarsamtaka á fullkominn skort á vernd umhverfis og lífríkis í frumvarpinu og algjört skeytingarleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Síðastliðið haust slátruðu og förguðu Arctic Fish og Arnarlax um tveimur milljónum eldislaxa sem litu svona út vegna sára af völdum lúsar og bakteríusmits. Þingflokkur VG vill leyfa áfram þessa hrikalega meðferð eldisdýranna. Myndefnið tók Veiga Grétarsdóttir upp í Tálknafirði í október 2023. Hvað er formaður nefndarinnar þá að tala um? Líklega er það pressa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á stjórnarflokkana um að borga enn minna en frumvarpið gerði ráð fyrir af afnotum af auðlindum þjóðarinnar í fjörðum landsins. Frekjan og yfirgangurinn af hálfu SFS hefur verið með ólíkindum í þessu máli og það er algjörlega öruggt að samtökin eru ekki hætt. Hættuleg heimild um framsal og veðsetning á leyfum Það var ekki bara náttúruverndin sem var ónýt í frumvarpinu. Áframhaldandi innleiðing á kvótavæðingu í sjókvíeldi með lax með því að heimila framsal og veðsetning á leyfum, sem er bannað samkvæmt núgildandi lögum, hefði fært aðildarfélögum SFS enn meiri verðmæti að gjöf en hefur þegar verið gert. Ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum hefði verið mjög snúið að vinda ofan af þessum skaðlega iðnaði án hárra skaðabóta úr sjóðum landsmanna. Það var staðan sem SFS reyndi að skapa en sem betur fer tókst að afstýra. Um stund að minnsta kosti. Ótrúlegt en satt þá voru það þingmenn VG sem börðust harðast fyrir því á lokadögum þingsins að þetta vonda frumvarp næði fram að ganga. Svo virðist sem þingflokkur VG hafi tapað öllu sambandi við græna stefnu, umhverfisvernd og dýravelferð. Þess í stað er komin óskiljanleg hagsmunagæsla fyrir stóriðnað sem skaðar náttúruna, berst gegn opinberu eftirliti og vill greiða sem allra minnst fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar. Að þingflokkur VG sé búinn að innmúra sig í þetta horn er svo enn furðulegri í ljósi þess að skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að andstaðan við sjókvíaeldi er einna mest meðal þeirra sem segjast hafa kosið VG í síðustu kosningum. Það er ekki að furða að fylgi flokksins er hrunið. (Skoðanakannanir hafa sýnt að andstaðan gegn sjókvíaeldi er skýr meðal kjósenda allra flokka, í öllum kjördæmum og í öllum aldurshópum.) Að kvarta undan eigin gjörðum Í gær skrifar Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG grein á Vísi þar sem hún segir að sjókvíaeldi á Íslandi hafi „fengið að vaxa í lagalegu tómarúmi“. Bendir hún réttilega á að „slíkt er sjaldnast til gæfu og sjaldnast samfélaginu eða umhverfinu í hag“ og minnir á að „stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sýndi með skýrum hætti að lagarammanum og lagaframkvæmdinni var ábótavant.“ Allt er þetta rétt hjá Evu Dögg nema hvað hún hefði betur látið þess getið að þessar aðstæður eru að öllu leyti höfundarverk flokks hennar og samstarfsflokkanna í ríkisstjórninni. Sömu flokkar voru í ríkisstjórn þegar núgildandi lög um fiskeldi voru samþykkt 2019. Var það gert gegn háværum og margítrekuðum viðvörunum náttúruverndarsamtaka. Félagar Evu Daggar hlustuðu ekki á okkur þá. Þau í þingflokki VG virðast ekki heldur ætla að gera það nú. Hitt heyrum við sem stöndum í þessari baráttu, að fólk í þingflokkum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er sem betur fer að átta sig á að taka verður miklu þéttar á umgjörðinni um sjókvíeldið en boðað var í þessu vonda lagareldisfrumvarpi VG. Um það hlýtur næsti kafli lagasetningar um þennan iðnað að snúast. Svikin loforð Þegar þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir flokkssystir Evu Daggar, og skrifstofustjóri fiskeldis í matvælaráðuneytinu kynntu áform um breytta löggjöf um sjókvíaeldi á Hilton Nordica hótelinu síðasta haust gerðu þau bæði mikið úr því að hörð viðurlög yrðu við því þegar eldislax sleppur úr sjókvíum. Meðal refsinga sem skrifstofustjórinn nefndi voru minnkun á framleiðslukvóta í laxeldi og afturköllun starfsleyfa. Í frumvarpinu sem fór til Alþingis voru hins vegar engin slík ákvæði. Þá var líka búið að fjarlægja orðin „þegar fiskur sleppur ítrekað“ sem grundvöll sviptingar rekstrarleyfis, en sú heimild er í núgildandi lögum (16. gr). Í stað skerðingar á framleiðslukvóta vegna sleppinga eldisfisks (einsog var boðað) var í frumvarpinu ákvæði um sekt með þaki. Með öðrum orðum þá áttu fyrirtækin fá magnafslátt þegar þau missa frá sér mikinn fjölda fiska. Fyrirheit ráðherra höfðu verið svikin fullkomlega. Dýravelferðarharmleikur Meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á eldisdýrunum er martraðarkennd. Eftir tvö ár í kvíunum, 2022 og 2023 höfðu um 40 prósent drepist ef þeim eldislöxum sem fyrirtækin settu í kvíar við Ísland. Flestir laxarnir drepast vegna hræðilegra áverka af völdum lúsar og vetrarsára en þeir kafna líka þegar þörungarblómi verður mikill eða firðir fyllast af marglyttum. Samkvæmt ákvæðum lagareldisfrumvarps VG mega fyrirtækin halda áfram að láta stóran hluta eldislaxanna mæta þessum örlögum samfleytt í allt að átján ár áður en ákvæði um sviptingu leyfa virkjast. Þetta er yfirgengilegt ástand. Í vor spurði Fagráð um velferð dýra, sem starfar fyrir Matvælastofnunar (MAST) hvort sjókvíaeldi á laxi geti átt sér framtíð hér á landi vegna hins mikla dauða eldislaxa sem er í greininni. Í ályktun ráðsins segir orðrétt: „Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi. Þá verði að fara fram greining á vísindalegum gögnum um hvort slík ásættanleg afföll séu raunhæf við íslenskar aðstæður og hvort greinin eigi sér þá raunverulega framtíð.“ Fróðlegt væri að sjá viðbrögð Evu Daggar og félaga hennar í þingflokki VG við þessum spurningum. Svör norskra samtaka líffræðinga og sérfræðinga á sviði fisksjúkdóma í þessum efnum liggja fyrir. Þau óskuðu eftir því vor að norsk stjórnvöld myndu skikka norsk sjókvíaeldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5 prósent á ári. Í fyrra drápust um 17 prósent eldislaxa í sjókvíum við Noreg. Hér var hlutfallið á sama ári rúmlega 23 prósent (fiskurinn er um tvö ár í kvíunum), eða hátt í fimm sinnum hærra en norsku samtökin krefja stjórnvöld um að verði viðmiðið þar í landi. Meira að segja fyrrum forstjóri MOWI, stærsta sjókvíeldiasfyrirtækis heims og móðurfélags Arctic Fish á Vestfjörðum, segir að dauðinn í sjókvíunum sé óverjandi. Hann segir að fyrirtækin verði að verja eldisdýrin betur. Hans ráð er að hætta hefðbundnu sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þingflokkur VG vill hins vegar halda þessari hrikalegu meðferð eldisdýranna áfram. Áfangasigur en harður slagur framundan Í síðustu viku gátum við fagnað áfangasigri fyrir hönd þjóðarinnar þegar staðfest var að lagareldisfrumvarpið yrði ekki að lögum. Öruggt er að SFS mun nú gefa í rándýra áróðursherferð sína til viðbótar því sem samtökin hafa verið að gera bak við tjöldin og með vandræðalegum glansmyndar sjónvarpsauglýsingunum í vor. Það er sérstakt rannsóknarefni að skoða af hverju SFS, lang ríkustu og best tengdu hagsmunagæslusamtök landsins, beita sér af svona mikilli hörku fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin. Vísindafólk hefur varað við því að uppeldisstöðvum íslenska þorskstofnsins kunni að vera hætta búin vegna mengunar frá sjókvíaeldi og annarra skaðlegra áhrifa á vistkerfi fjarðanna okkar. Umhverfisvernd ætti að vera í forgangi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. SFS hefur sagt sig frá því því starfi með því að taka sjókvíaeldið inn samtökin. Það er harður slagur framundan. Athyglisvert er að sjá að þingflokkur VG hyggst stilla sér þar upp við hlið SFS á móti breiðfylkingu samtaka sem berjast fyrir vernd náttúru og lífríki Íslands. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Lax Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust þau tíðindi að ekki yrðu greidd atkvæði um lagareldisfrumvarp VG fyrir þinglok vegna þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar náðu ekki saman um málið í atvinnuveganefnd. Þetta voru góðar fréttir. Sérstakt var þó að heyra formann atvinnuveganefndar tala um ágreining milli stjórnarflokkanna um „skattheimtu og gjaldtöku“. Um þessa þætti frumvarpsins hefur svo til engin umræða verið í samanburði við harða gagnrýni náttúruverndarsamtaka á fullkominn skort á vernd umhverfis og lífríkis í frumvarpinu og algjört skeytingarleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Síðastliðið haust slátruðu og förguðu Arctic Fish og Arnarlax um tveimur milljónum eldislaxa sem litu svona út vegna sára af völdum lúsar og bakteríusmits. Þingflokkur VG vill leyfa áfram þessa hrikalega meðferð eldisdýranna. Myndefnið tók Veiga Grétarsdóttir upp í Tálknafirði í október 2023. Hvað er formaður nefndarinnar þá að tala um? Líklega er það pressa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á stjórnarflokkana um að borga enn minna en frumvarpið gerði ráð fyrir af afnotum af auðlindum þjóðarinnar í fjörðum landsins. Frekjan og yfirgangurinn af hálfu SFS hefur verið með ólíkindum í þessu máli og það er algjörlega öruggt að samtökin eru ekki hætt. Hættuleg heimild um framsal og veðsetning á leyfum Það var ekki bara náttúruverndin sem var ónýt í frumvarpinu. Áframhaldandi innleiðing á kvótavæðingu í sjókvíeldi með lax með því að heimila framsal og veðsetning á leyfum, sem er bannað samkvæmt núgildandi lögum, hefði fært aðildarfélögum SFS enn meiri verðmæti að gjöf en hefur þegar verið gert. Ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum hefði verið mjög snúið að vinda ofan af þessum skaðlega iðnaði án hárra skaðabóta úr sjóðum landsmanna. Það var staðan sem SFS reyndi að skapa en sem betur fer tókst að afstýra. Um stund að minnsta kosti. Ótrúlegt en satt þá voru það þingmenn VG sem börðust harðast fyrir því á lokadögum þingsins að þetta vonda frumvarp næði fram að ganga. Svo virðist sem þingflokkur VG hafi tapað öllu sambandi við græna stefnu, umhverfisvernd og dýravelferð. Þess í stað er komin óskiljanleg hagsmunagæsla fyrir stóriðnað sem skaðar náttúruna, berst gegn opinberu eftirliti og vill greiða sem allra minnst fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar. Að þingflokkur VG sé búinn að innmúra sig í þetta horn er svo enn furðulegri í ljósi þess að skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að andstaðan við sjókvíaeldi er einna mest meðal þeirra sem segjast hafa kosið VG í síðustu kosningum. Það er ekki að furða að fylgi flokksins er hrunið. (Skoðanakannanir hafa sýnt að andstaðan gegn sjókvíaeldi er skýr meðal kjósenda allra flokka, í öllum kjördæmum og í öllum aldurshópum.) Að kvarta undan eigin gjörðum Í gær skrifar Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG grein á Vísi þar sem hún segir að sjókvíaeldi á Íslandi hafi „fengið að vaxa í lagalegu tómarúmi“. Bendir hún réttilega á að „slíkt er sjaldnast til gæfu og sjaldnast samfélaginu eða umhverfinu í hag“ og minnir á að „stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sýndi með skýrum hætti að lagarammanum og lagaframkvæmdinni var ábótavant.“ Allt er þetta rétt hjá Evu Dögg nema hvað hún hefði betur látið þess getið að þessar aðstæður eru að öllu leyti höfundarverk flokks hennar og samstarfsflokkanna í ríkisstjórninni. Sömu flokkar voru í ríkisstjórn þegar núgildandi lög um fiskeldi voru samþykkt 2019. Var það gert gegn háværum og margítrekuðum viðvörunum náttúruverndarsamtaka. Félagar Evu Daggar hlustuðu ekki á okkur þá. Þau í þingflokki VG virðast ekki heldur ætla að gera það nú. Hitt heyrum við sem stöndum í þessari baráttu, að fólk í þingflokkum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er sem betur fer að átta sig á að taka verður miklu þéttar á umgjörðinni um sjókvíeldið en boðað var í þessu vonda lagareldisfrumvarpi VG. Um það hlýtur næsti kafli lagasetningar um þennan iðnað að snúast. Svikin loforð Þegar þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir flokkssystir Evu Daggar, og skrifstofustjóri fiskeldis í matvælaráðuneytinu kynntu áform um breytta löggjöf um sjókvíaeldi á Hilton Nordica hótelinu síðasta haust gerðu þau bæði mikið úr því að hörð viðurlög yrðu við því þegar eldislax sleppur úr sjókvíum. Meðal refsinga sem skrifstofustjórinn nefndi voru minnkun á framleiðslukvóta í laxeldi og afturköllun starfsleyfa. Í frumvarpinu sem fór til Alþingis voru hins vegar engin slík ákvæði. Þá var líka búið að fjarlægja orðin „þegar fiskur sleppur ítrekað“ sem grundvöll sviptingar rekstrarleyfis, en sú heimild er í núgildandi lögum (16. gr). Í stað skerðingar á framleiðslukvóta vegna sleppinga eldisfisks (einsog var boðað) var í frumvarpinu ákvæði um sekt með þaki. Með öðrum orðum þá áttu fyrirtækin fá magnafslátt þegar þau missa frá sér mikinn fjölda fiska. Fyrirheit ráðherra höfðu verið svikin fullkomlega. Dýravelferðarharmleikur Meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á eldisdýrunum er martraðarkennd. Eftir tvö ár í kvíunum, 2022 og 2023 höfðu um 40 prósent drepist ef þeim eldislöxum sem fyrirtækin settu í kvíar við Ísland. Flestir laxarnir drepast vegna hræðilegra áverka af völdum lúsar og vetrarsára en þeir kafna líka þegar þörungarblómi verður mikill eða firðir fyllast af marglyttum. Samkvæmt ákvæðum lagareldisfrumvarps VG mega fyrirtækin halda áfram að láta stóran hluta eldislaxanna mæta þessum örlögum samfleytt í allt að átján ár áður en ákvæði um sviptingu leyfa virkjast. Þetta er yfirgengilegt ástand. Í vor spurði Fagráð um velferð dýra, sem starfar fyrir Matvælastofnunar (MAST) hvort sjókvíaeldi á laxi geti átt sér framtíð hér á landi vegna hins mikla dauða eldislaxa sem er í greininni. Í ályktun ráðsins segir orðrétt: „Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi. Þá verði að fara fram greining á vísindalegum gögnum um hvort slík ásættanleg afföll séu raunhæf við íslenskar aðstæður og hvort greinin eigi sér þá raunverulega framtíð.“ Fróðlegt væri að sjá viðbrögð Evu Daggar og félaga hennar í þingflokki VG við þessum spurningum. Svör norskra samtaka líffræðinga og sérfræðinga á sviði fisksjúkdóma í þessum efnum liggja fyrir. Þau óskuðu eftir því vor að norsk stjórnvöld myndu skikka norsk sjókvíaeldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5 prósent á ári. Í fyrra drápust um 17 prósent eldislaxa í sjókvíum við Noreg. Hér var hlutfallið á sama ári rúmlega 23 prósent (fiskurinn er um tvö ár í kvíunum), eða hátt í fimm sinnum hærra en norsku samtökin krefja stjórnvöld um að verði viðmiðið þar í landi. Meira að segja fyrrum forstjóri MOWI, stærsta sjókvíeldiasfyrirtækis heims og móðurfélags Arctic Fish á Vestfjörðum, segir að dauðinn í sjókvíunum sé óverjandi. Hann segir að fyrirtækin verði að verja eldisdýrin betur. Hans ráð er að hætta hefðbundnu sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þingflokkur VG vill hins vegar halda þessari hrikalegu meðferð eldisdýranna áfram. Áfangasigur en harður slagur framundan Í síðustu viku gátum við fagnað áfangasigri fyrir hönd þjóðarinnar þegar staðfest var að lagareldisfrumvarpið yrði ekki að lögum. Öruggt er að SFS mun nú gefa í rándýra áróðursherferð sína til viðbótar því sem samtökin hafa verið að gera bak við tjöldin og með vandræðalegum glansmyndar sjónvarpsauglýsingunum í vor. Það er sérstakt rannsóknarefni að skoða af hverju SFS, lang ríkustu og best tengdu hagsmunagæslusamtök landsins, beita sér af svona mikilli hörku fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin. Vísindafólk hefur varað við því að uppeldisstöðvum íslenska þorskstofnsins kunni að vera hætta búin vegna mengunar frá sjókvíaeldi og annarra skaðlegra áhrifa á vistkerfi fjarðanna okkar. Umhverfisvernd ætti að vera í forgangi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. SFS hefur sagt sig frá því því starfi með því að taka sjókvíaeldið inn samtökin. Það er harður slagur framundan. Athyglisvert er að sjá að þingflokkur VG hyggst stilla sér þar upp við hlið SFS á móti breiðfylkingu samtaka sem berjast fyrir vernd náttúru og lífríki Íslands. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar