Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 08:37 Eyðileggingin er mikil á Gasa. Myndin er tekin í al-Bureij flóttamannabúðunum. Vísir/EPA Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að loftskeyti lentu aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu Rauða krossins en starfsmenn samtakanna búa einnig í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu var minnt á að allir stríðandi aðilar hafi skyldu til að koma í veg fyrir að almennir borgarar og skrifstofur mannúðarsamtaka verði fyrir skaða í slíkum árásum. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að þau væru með málið til skoðunar. Við fyrstu skoðun benti ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Í tilkynningu Rauða krossins kom einnig fram að mikill fjöldi hafi í kjölfarið leitað á vettvangsspítala Rauða krossins í nálægð við skrifstofurnar. 22 hefðu látist og 45 væru særð. Rauði krossinn segir þetta með einn af alvarlegum öryggisbrestum síðustu daga. Fram kemur í umfjöllun BBC að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem rekið er af Hamas, hafi 25 dáið og 50 verið særð. Nærri 38 þúsund almennir borgarar og hermenn hafa verið drepin á Gasa frá því að árásir Ísraela stigmögnuðust í október á síðasta ári. Af þeim eru um 15 þúsund konur, börn og aldraðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að loftskeyti lentu aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu Rauða krossins en starfsmenn samtakanna búa einnig í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu var minnt á að allir stríðandi aðilar hafi skyldu til að koma í veg fyrir að almennir borgarar og skrifstofur mannúðarsamtaka verði fyrir skaða í slíkum árásum. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að þau væru með málið til skoðunar. Við fyrstu skoðun benti ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Í tilkynningu Rauða krossins kom einnig fram að mikill fjöldi hafi í kjölfarið leitað á vettvangsspítala Rauða krossins í nálægð við skrifstofurnar. 22 hefðu látist og 45 væru særð. Rauði krossinn segir þetta með einn af alvarlegum öryggisbrestum síðustu daga. Fram kemur í umfjöllun BBC að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem rekið er af Hamas, hafi 25 dáið og 50 verið særð. Nærri 38 þúsund almennir borgarar og hermenn hafa verið drepin á Gasa frá því að árásir Ísraela stigmögnuðust í október á síðasta ári. Af þeim eru um 15 þúsund konur, börn og aldraðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53
Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26