Íslenski boltinn

„Nánast hálft liðið mitt er þriðji flokkur“

Stefán Marteinn skrifar
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Diego

Jonathan Glenn var eðlilega ekki brattur eftir 2-0 tap fyrir Tindastól á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hann hrósaði gestunum í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport eftir leik.

„Miðað við þær áskoranir sem við erum að eiga við núna í ljósi meiðsla og dýpt á hópi, nánast hálft liðið mitt er þriðji flokkur svo við vissum að þetta yrði erfitt verkefni en við sköpuðum okkur þó færi. Við verðum að nýta færin þegar við fáum þau. Hrós á Tindastól að hafa nýtt sín færi,“ sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir tapið í kvöld.

Jonathan Glenn talaði um manneklu í sínu liði og að hann hafi þurft að leita í þriðja flokk félagsins eftir leikmönnum. Miðað við þær áskoranir var hann virkilega stoltur af sínum stelpum.

„Já og sérstaklega í síðari hálfleik. Við komum út og gáum allt í þetta. Við leituðum að markinu en svo skora þær í restina. Ég er stoltur af leikmönnunum en okkur vantar bara dýpt til að keppast um á þeim vettvöngum sem við erum að spila.“

„Við lentum í meiðslum í bikarnum og leikmennirnir eru þreyttir. Við erum að spila á mörgum ungum stelpum núna.“

Keflavík fengu færi í leiknum en náðu ekki að nýta sér þau og var Jonathan Glenn svekktur með það.

„Já, við verðum að nýta færin betur annars verður okkur bara refsað. Þannig er fótboltinn. Ef þú skorar ekki og því lengra sem þú ferð inn í leikinn með 0-0 þá gefur það hinu liðinu “




Fleiri fréttir

Sjá meira


×