Um var að ræða aðra umferð Íslands á mótinu en stelpurnar unnu Angóla í fyrsta leik. Eftir sigur dagsins er í raun ljóst að leikur við Bandaríkin í 3. umferð riðlakeppninnar skiptir ekki öllu máli.
Leikur dagsins var mun jafnari framan af en lokatölur gefa til kynna. Norður-Makedónía byrjaði betur og komst fimm mörkum yfir áður en Ísland beit frá sér og staðan jöfn 11-11 í síðari hálfleik.
Íslenska liðið lék frábærlega í síðari hálfleik og vann á endanum stórsigur, lokatölur 29-17. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk, Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði fjögur á meðan þær Elísa Elíasdóttir, Sonja Lind Sigursteinsdóttir, Lilja Ágústsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín skoruðu þrjú mörk hver.
Leikurinn í heild sinni er hér að neðan.