Fann fyrir nærveru hinna látnu í Auschwitz Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 21:00 Talið er að 1,3 milljónir manna hafi verið flutt í útrýmingabúðirnar í Auschwitz og 1,1 milljón verið tekin af lífi. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina. Hilmar Þór lýsti upplifun sinni af heimsókn sinni í fangabúðirnar alræmdu í færslu á Facebook á dögunum. Talið er að 1,1 milljón manna, að stærstum hluta gyðingar, hafi verið teknir af lífi í fangabúðunum yfir fimm ára tímabil í seinni heimsstyrjöldinni. Auschwitz voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í stríðuna, staðsettar í Póllandi sem Þjóðverjar hernámu. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram. Það er eitt að sjá bíómyndir eða þætti sem fjalla um þennan tíma í sögunni en annað að vera á staðnum og nánast finna fyrir nærveru þeirra sem enduðu líf sitt á þessum skelfilega stað. Og við skulum ekki gleyma að í sögulegu samhengi er alls ekki langt síðan þessir atburðir áttu sér stað,“ segir Hilmar Þór. Hilmar Þór „Flest þau sem fóru í Auschwitz lifðu skemur en ár áður en þau voru myrt í gasklefunum eða á annan hræðilegan hátt. Þetta var saklaust fólk sem, eins og ég eða þú, sem vissi að það ætti ekki mikla möguleika á að sleppa frá búðunum lifandi. Og bara að hugsa um að þurfa að fara í gegnum hvern dag með það í huganum er skelfilegt eitt og sér.“ Að neðan má sjá fleiri listrænar myndir Hilmars Þórs frá Auschwitz. Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hér að neðan má sjá færsluna sem Hilmar birti með myndunum en hægt er að skoða fleiri myndir frá Auschwitz á vefnum nordleica.com eða á instagram.com/nordleica. Hilmar Þór heldur úti ljósmyndavefnum nordleica.com en Hilmar starfaði í um tuttugu ár sem blaðaljósmyndari, meðal annars á DV. Færslu Hilmar má sjá hér að neðan. Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga. Seinni heimsstyrjöldin Ljósmyndun Íslendingar erlendis Ferðalög Pólland Þýskaland Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Hilmar Þór lýsti upplifun sinni af heimsókn sinni í fangabúðirnar alræmdu í færslu á Facebook á dögunum. Talið er að 1,1 milljón manna, að stærstum hluta gyðingar, hafi verið teknir af lífi í fangabúðunum yfir fimm ára tímabil í seinni heimsstyrjöldinni. Auschwitz voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í stríðuna, staðsettar í Póllandi sem Þjóðverjar hernámu. Hilmar Þór „Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram. Það er eitt að sjá bíómyndir eða þætti sem fjalla um þennan tíma í sögunni en annað að vera á staðnum og nánast finna fyrir nærveru þeirra sem enduðu líf sitt á þessum skelfilega stað. Og við skulum ekki gleyma að í sögulegu samhengi er alls ekki langt síðan þessir atburðir áttu sér stað,“ segir Hilmar Þór. Hilmar Þór „Flest þau sem fóru í Auschwitz lifðu skemur en ár áður en þau voru myrt í gasklefunum eða á annan hræðilegan hátt. Þetta var saklaust fólk sem, eins og ég eða þú, sem vissi að það ætti ekki mikla möguleika á að sleppa frá búðunum lifandi. Og bara að hugsa um að þurfa að fara í gegnum hvern dag með það í huganum er skelfilegt eitt og sér.“ Að neðan má sjá fleiri listrænar myndir Hilmars Þórs frá Auschwitz. Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hilmar Þór Hér að neðan má sjá færsluna sem Hilmar birti með myndunum en hægt er að skoða fleiri myndir frá Auschwitz á vefnum nordleica.com eða á instagram.com/nordleica. Hilmar Þór heldur úti ljósmyndavefnum nordleica.com en Hilmar starfaði í um tuttugu ár sem blaðaljósmyndari, meðal annars á DV. Færslu Hilmar má sjá hér að neðan. Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga.
Sagan má ekki gleymast! Það hefur lengi verið á dagskrá hjá mér að heimsækja Auswitch - Birkenau og það varð loksins úr því á mánudaginn þegar ég fór með Auði í þessar fyrrum útrýmingarbúðir Nasista. Allir sem ég veit um að hafa farið þangað segja að upplifunin sé skelfileg enda er eitt að sjá heimildarmynd eða kvikmynd um staðinn en allt annað fara á staðinn og skoða söguna, fórnarlömbin og muna að það er ekki langt síðan þetta helvíti á jörðu var starfrækt. Heimsóknin var erfið og situr í mér. Að sjá persónulega muni fólks, hár af mörg þúsund manneskjum sem var selt til að búa til sængur, dýnur og kodda. Skála þar sem börn dvöldu, allt að 10 saman í rúmi og vitneskjan um að meðal-dvalartími fanga sem komu var frá nokkrum vikum í um ár áður en þau voru send í gasklefana enda orðin of veikburða til að vinna. Sagan endurtekur sig og þess vegna finnst mér skipta alla máli að muna eftir þeim voðaverkum og grimmdinni sem fram fór í Auswitch - Birkenau sem og öðrum fangabúðum. Ég tók myndir á staðnum, þar sem það mátti, og notaði myndavélina sem vegg til að vernda mig en jafnframt til að geta minnt mig á að sagan má ekki gleymast, þá endurtekur hún sig. Ég mæli eindregið með heimsókn í Auswitch - Birkenau, jafnvel þó það séu erfið skref að ganga.
Seinni heimsstyrjöldin Ljósmyndun Íslendingar erlendis Ferðalög Pólland Þýskaland Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira