Deila lykilorðunum í öryggisskyni og til að viðhalda „streaks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 12:42 Foreldrar virðast fylgjast betur með samfélagsmiðlanotkun dætra sinna en sona. Getty Þriðjungur barna í 4. til 7. bekk segja foreldra sína fylgjast með samfélagsmiðlanotkun þeirra. Foreldrar stúlkna eru duglegri við eftirlitið en foreldrar drengja en með hækkandi aldri dregur úr árvekninni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira