Leggst yfir rannsókn lögreglu á banaslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 11:41 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og hennar fólk er með málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur tekið til skoðunar hvort rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á banaslysi við HS Orku árið 2017 hafi verið ófullnægjandi. Vinnueftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við aðbúnað á slysstað en þrátt fyrir það var rannsókn lögreglunnar hætt án skýringa og engin ákæra gefin út. RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi málið til skoðunar. Adam Osowski, 43 ára karlmaður frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins sem starfaði hjá Vinnueftirlitinu þegar það varð tjáði Vísi á dögunum að atvikið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik fjórum árum fyrr Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að breytingar hafi verið gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 sagði Birna að svo virtist sem eitthvað hefði valdið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Engin gögn um viðbrögð 2013 Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 sagði Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Í svarinu kom fram að HS Orka drægi lærdóm af banaslysinu og að öryggismál væru í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.“ Heimildin fjallaði fyrst um úttekt Vinnueftirlitsins og sendi ítarlegar fyrirspurnir á Lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Eftir ríflega mánuð og ítrekaðar ítrekanir höfðu engin svör borist frá embættinu. Lögreglumál Vinnuslys Grindavík Lögreglan Tengdar fréttir Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi málið til skoðunar. Adam Osowski, 43 ára karlmaður frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins sem starfaði hjá Vinnueftirlitinu þegar það varð tjáði Vísi á dögunum að atvikið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik fjórum árum fyrr Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að breytingar hafi verið gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 sagði Birna að svo virtist sem eitthvað hefði valdið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Engin gögn um viðbrögð 2013 Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 sagði Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Í svarinu kom fram að HS Orka drægi lærdóm af banaslysinu og að öryggismál væru í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.“ Heimildin fjallaði fyrst um úttekt Vinnueftirlitsins og sendi ítarlegar fyrirspurnir á Lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Eftir ríflega mánuð og ítrekaðar ítrekanir höfðu engin svör borist frá embættinu.
Lögreglumál Vinnuslys Grindavík Lögreglan Tengdar fréttir Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30
Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31