Tónleikahald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 18:00 Tónleikar á Kex árið 2016 Vísir Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af. „Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar. Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar.
Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira