Birgir Þórarinsson er enn að Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. júní 2024 10:31 Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“. Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“. Þessar sögurhafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Birgir engin dæmi til að skýra mál sitt um ótta gyðinga á Íslandi og enginn af þeim „óttaslegnu“ er reiðubúinn til að segja frá atvikum sem valda ótta þeirra. Það sem virðist helst vekja ótta þeirra um 400 gyðinga sem hér búa er umfjöllun fjölmiðla. Segja þeir (eða Birgir) „rödd Ísraels varðandi stríðið ekki heyrast í íslenskum fjölmiðlum“ og „rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas-hryðjuverksamatökunum“. Ekki tilfærir Birgir eða hinir óttaslegnu nein dæmi um þetta „raddleysi Ísraels“ eða „rangar fullyrðinga frá Hamas.“ Venjulegur íslenskur fréttaneytandi hefur ekki liðið fyrir skort á herskáum yfirlýsingum frá Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og tilkynningum um að nú skuli „gjöreyða Hamas“. Ef Netanyahu og ráðherrar hans eru ekki „rödd Ísraels“ hver er það þá? Varðandi „rangar fullyrðingar frá Hamas“ þá eru það helst tölur um fjölda Gazabúa sem Ísraelsher hefur drepið sem dregnar eru í efa af fréttaveitum bæði hér heima og erlendis. Breska læknaritið Lancet hefur birt rannsóknir sem sýna að tölur frá Hamas standast skoðun. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem hefur starfað á Gaza í fjölda ára, heimsótti Ísland fyrir skömmu og útskýrði þau nákvæmu vinnubrögð sem eru að baki tölunum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri. Stuðningsaðilar Ísraels hafa myndað samtökin IHRA* til að skilgreina gyðingahatur og nota þessar skilgreiningar til þess að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku auk Ástralíu hafa samþykkt þessar skilgreiningar IHRA sem viðmið í umfjöllun um gagnrýni á Ísrael og síonismann. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin nema Ísland. En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu. Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.). Það að segja gagnrýnendur Ísraels vera gyðingahatara, en ekki and-síonista, tengja Ísraelsvinir gyðinga við hernað og glæpi Ísraels. Flestir gagnrýnendur eru að gagnrýna ríkið og stefnu þess - en ekki gyðinga. Það eru „Ísraelsvinirnir“ sem gera tenginguna og brjóta þar með eigin reglur og gerast gyðingahatarar. Önnur regla IHRA um birtingu gyðingahaturs hljóðar svo: „Að beita tvöföldu siðferði með því að krefja Ísrael um hegðun sem ekki er ætlast til eða krafist af nokkurri annarri lýðræðisþjóð.“(e. Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.) Kröfur gagnrýnenda gagnvart Ísrael eru auðvitað þær að ríkið hætti hernámi, landráni og beitingu ofbeldis. Hvaða lýðræðissinni gerir ekki þessar sömu kröfur til allra landa? En það ástunda ekki öll lönd landrán og hernám, en gerðu þau slíkt þá kæmi hávær kór og krefðist þess að ríki láta af slíku hátterni - að sjálfsögðu. Það er því ekki tvöfalt siðferði að krefjast þess að Ísrael hætti árásum á Palestínumenn. Þvert á móti - það er alvöru siðferði. *International Holocaust Remeberance Alliance Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“. Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“. Þessar sögurhafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Birgir engin dæmi til að skýra mál sitt um ótta gyðinga á Íslandi og enginn af þeim „óttaslegnu“ er reiðubúinn til að segja frá atvikum sem valda ótta þeirra. Það sem virðist helst vekja ótta þeirra um 400 gyðinga sem hér búa er umfjöllun fjölmiðla. Segja þeir (eða Birgir) „rödd Ísraels varðandi stríðið ekki heyrast í íslenskum fjölmiðlum“ og „rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas-hryðjuverksamatökunum“. Ekki tilfærir Birgir eða hinir óttaslegnu nein dæmi um þetta „raddleysi Ísraels“ eða „rangar fullyrðinga frá Hamas.“ Venjulegur íslenskur fréttaneytandi hefur ekki liðið fyrir skort á herskáum yfirlýsingum frá Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og tilkynningum um að nú skuli „gjöreyða Hamas“. Ef Netanyahu og ráðherrar hans eru ekki „rödd Ísraels“ hver er það þá? Varðandi „rangar fullyrðingar frá Hamas“ þá eru það helst tölur um fjölda Gazabúa sem Ísraelsher hefur drepið sem dregnar eru í efa af fréttaveitum bæði hér heima og erlendis. Breska læknaritið Lancet hefur birt rannsóknir sem sýna að tölur frá Hamas standast skoðun. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem hefur starfað á Gaza í fjölda ára, heimsótti Ísland fyrir skömmu og útskýrði þau nákvæmu vinnubrögð sem eru að baki tölunum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri. Stuðningsaðilar Ísraels hafa myndað samtökin IHRA* til að skilgreina gyðingahatur og nota þessar skilgreiningar til þess að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku auk Ástralíu hafa samþykkt þessar skilgreiningar IHRA sem viðmið í umfjöllun um gagnrýni á Ísrael og síonismann. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin nema Ísland. En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu. Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.). Það að segja gagnrýnendur Ísraels vera gyðingahatara, en ekki and-síonista, tengja Ísraelsvinir gyðinga við hernað og glæpi Ísraels. Flestir gagnrýnendur eru að gagnrýna ríkið og stefnu þess - en ekki gyðinga. Það eru „Ísraelsvinirnir“ sem gera tenginguna og brjóta þar með eigin reglur og gerast gyðingahatarar. Önnur regla IHRA um birtingu gyðingahaturs hljóðar svo: „Að beita tvöföldu siðferði með því að krefja Ísrael um hegðun sem ekki er ætlast til eða krafist af nokkurri annarri lýðræðisþjóð.“(e. Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.) Kröfur gagnrýnenda gagnvart Ísrael eru auðvitað þær að ríkið hætti hernámi, landráni og beitingu ofbeldis. Hvaða lýðræðissinni gerir ekki þessar sömu kröfur til allra landa? En það ástunda ekki öll lönd landrán og hernám, en gerðu þau slíkt þá kæmi hávær kór og krefðist þess að ríki láta af slíku hátterni - að sjálfsögðu. Það er því ekki tvöfalt siðferði að krefjast þess að Ísrael hætti árásum á Palestínumenn. Þvert á móti - það er alvöru siðferði. *International Holocaust Remeberance Alliance Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar