Förum vel með byggingarvörur Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson skrifar 14. júní 2024 09:00 Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun