Sundrung á stjórnarheimilinu að koma upp á yfirborðið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Eiríkur Bergmann segir ágreining Sigurðar Inga Jóhannssonar og Guðrúnar Hafsteinssonar vera pólitískan slag í grunninn. Vísir Deila dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um starfshætti lögreglu og netsölu áfengis er til marks um ósætti á stjórnarheimilinu að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði. „Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira