„Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. júní 2024 20:20 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira