Á þriðja tug mála bíða afgreiðslu og óvissa um frestun þingfunda Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2024 11:52 Birgit Ármannsson forseti Alþingis segir um það bil 25 mál það langt komin í vinnu og umræðum á Alþingi að það ætti að vera hægt að afgreiða þau. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis er vongóður um að samkomulag takist á næstu sólarhringum um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun. Rúmlega tuttugu mál væru það langt komin að þau ættu að ná afgreiðslu. Hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að funda lengra inn í júnímánuð ef á þyrfti að halda. Í kvöld klukkan 19:40 fara fram svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi, eða almennar stjórnmálaumræður sem hefð er fyrir undir lok vorþings. Samkvæmt upprunalegri starfsáætlun Alþingis fyrir yfirstandandi vorþing átti að fresta fundum Alþingis hinn 7. júní, eða á föstudag í síðustu viku en ekki sér fyrir lok þingstarfa og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að í aðdraganda forsetakosninga hafi verið ákveðið að breyta starfsáætluninni þannig að lokadagurinn yrði 14. júní. Hann teldi öllum ljóst að einhverjir dagar muni bætast við þá áætlun. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir hægt að bæta við fundardögum ef á þurfi að halda til að afgreiða mikilvæg mál.Vísir/Vilhelm „Það hafa auðvitað verið viðræður í gangi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mál sem eru í forgangi. En staðan er auðvitað sú að það er mjög mikið af málum sem eru langt komin. Bíða umræðu, búin í nefndum og búin að fá mikla umfjöllun,“ segir Birgir. Honum teldist að þetta væru um tuttugu og fimm mál og vonandi verði hægt að ljúka megninu af þeim málum, þótt einhver mál lendi alltaf á milli skips og bryggju. Eitt af umdeildustu málunum sem bíða afgreiðslu er lagareldisfrumvarp matvælaráðherra. Heldur þú að það nái fram að ganga núna á vorþingi? „Ég veit bara að það er verið að vinna í því á fullu. En ég þori ekki að segja til um það hvernig nákvæmlega sú vinna stendur nákvæmlega núna,“ segir Birgir. Þingflokksformenn væru betur inni í stöðunni í viðræðum þeirra á milli um einstök mál. Mikill dráttur verið á framlagninu samgönguáætlunar sem margir hafa gagnrýnt en liggur nú fyrir þinginu og bíður afgreiðslu. Birgir segir mikla vinnu hafa verið lagða í hana en vildi ekki segja til um hvort hún nái fram að ganga. Reynslan sýni að deilur geti risið um einstök mál sem lengi þá umræðurnar en þá verði bætt við þingfundardögum eftir þörfum. Er vilji til að vera lengur en bara dagana eftir 17. júní í næstu viku og vera jafnvel eitthvað inn í þarnæstu viku? Það er bara allt of snemmt að segja. Ég held að við getum alveg klárað þetta í næstu viku. Ef hins vegar verða mjög miklar umræður í einstökum málum þá þarf ekki mikið til að brenni einn eða tveir dagar upp í þinginu um stór mál. Það auðvitað tefur þá það sem eftir er á dagskránni," segir Birgir Ármannsson. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Í kvöld klukkan 19:40 fara fram svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi, eða almennar stjórnmálaumræður sem hefð er fyrir undir lok vorþings. Samkvæmt upprunalegri starfsáætlun Alþingis fyrir yfirstandandi vorþing átti að fresta fundum Alþingis hinn 7. júní, eða á föstudag í síðustu viku en ekki sér fyrir lok þingstarfa og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að í aðdraganda forsetakosninga hafi verið ákveðið að breyta starfsáætluninni þannig að lokadagurinn yrði 14. júní. Hann teldi öllum ljóst að einhverjir dagar muni bætast við þá áætlun. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir hægt að bæta við fundardögum ef á þurfi að halda til að afgreiða mikilvæg mál.Vísir/Vilhelm „Það hafa auðvitað verið viðræður í gangi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mál sem eru í forgangi. En staðan er auðvitað sú að það er mjög mikið af málum sem eru langt komin. Bíða umræðu, búin í nefndum og búin að fá mikla umfjöllun,“ segir Birgir. Honum teldist að þetta væru um tuttugu og fimm mál og vonandi verði hægt að ljúka megninu af þeim málum, þótt einhver mál lendi alltaf á milli skips og bryggju. Eitt af umdeildustu málunum sem bíða afgreiðslu er lagareldisfrumvarp matvælaráðherra. Heldur þú að það nái fram að ganga núna á vorþingi? „Ég veit bara að það er verið að vinna í því á fullu. En ég þori ekki að segja til um það hvernig nákvæmlega sú vinna stendur nákvæmlega núna,“ segir Birgir. Þingflokksformenn væru betur inni í stöðunni í viðræðum þeirra á milli um einstök mál. Mikill dráttur verið á framlagninu samgönguáætlunar sem margir hafa gagnrýnt en liggur nú fyrir þinginu og bíður afgreiðslu. Birgir segir mikla vinnu hafa verið lagða í hana en vildi ekki segja til um hvort hún nái fram að ganga. Reynslan sýni að deilur geti risið um einstök mál sem lengi þá umræðurnar en þá verði bætt við þingfundardögum eftir þörfum. Er vilji til að vera lengur en bara dagana eftir 17. júní í næstu viku og vera jafnvel eitthvað inn í þarnæstu viku? Það er bara allt of snemmt að segja. Ég held að við getum alveg klárað þetta í næstu viku. Ef hins vegar verða mjög miklar umræður í einstökum málum þá þarf ekki mikið til að brenni einn eða tveir dagar upp í þinginu um stór mál. Það auðvitað tefur þá það sem eftir er á dagskránni," segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira