Frederiksen víkur fyrir Bird Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 12:08 Barinn Frederiksen á horni Naustanna og Tryggvagötu víkur fyrir barnum Bird eftir tíu ára rekstur. Vísir/Samsett Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri. Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira