Dómstóll í París sektaði hinn 27 ára gamla Kounkoud um 4100 evrur (615 þúsund íslenskar krónur) yfir ósæmilega hegðun vegna atviks sem átti sér stað á skemmtistað í janúar á þessu ári.
Kounkoud var þá ásamt öðrum leikmönnum franska landsliðsins að fagna því að hafa sigrað Evrópumót karla í handbolta skömmu áður.
Konan sagði Kounkoud hafa reynt að nauðga sér en dómstóllinn var ekki sama sinnis. Var leikmaðurinn sektaður fyrir að bera sig á almannafæri.
Benoît Kounkoud a été condamné lundi à une amende de 4 100 euros pour exhibition sexuelle par le tribunal de Paris. Le champion d'Europe avait initialement été accusé de tentative de viol https://t.co/5I51kfUHdj pic.twitter.com/Rq1oJfAzaM
— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 11, 2024
Þegar málið kom upp í janúar neitaði franska handknattleikssambandið að tjá sig en tók fram að það væri á móti öllu ofbeldi. Áður en dómur var kveðinn upp í París var Kounkoud valinn í æfingahóp Frakklands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í París í sumar.