Tekist á um safnskóla í Laugardal: Áformin „vanvirðing og eiginlega valdníðsla“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2024 20:11 Stefnt er að byggingu safnskóla í Laugardalnum fyrir nemendur sem annars færu í Laugalækja- eða Langholtsskóla. Vísir/Vilhelm Heitt var í hamsi í ráðhúsinu í dag þegar umræða um framtíðarskipulag skóla í Laugardal á Borgarstjórnarfundi. Umræður tóku á fjórða tíma og borgarfulltrúar minni hlutans sökuðu meiri hluta meðal annars um svik og valdníðslu. Í október 2022 samþykkti skóla og frístundaráð tillögu um að byggja við alla þrjá grunnskólana í Laugardal vegna mikillar fjölgunar nemenda og plássleysis. Tillagan var samþykkt í samráði við fulltrúa skólanna. Í nýútgefinni skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur hins vegar fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Þar af leiðandi hefur skóla og frístundaráð óskað eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Tillagan hefur vakið hörð viðbrögð íbúa Laugardals, en nærri þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem áformum um byggingu safnskóla er mótmælt. Á borgarstjórnarfundi kynnti Einar Þorsteinsson borgarstjóri þrjár lóðir í Laugardalnum sem koma til greina til byggingar safnskólans. Hann sagði lóð norðan Skautahallarinnar, þríhyrninginn, þar sem Þróttur er nú með æfingaaðstöðu, koma best til greina. Hann vakti athygli á að lengsta vegalengdin sem nemendur við skólann þyrftu að ganga yrði skólinn á þeirri lóð væri styttri en tveir kílómetrar, en fulltrúar skólasamfélagsins hafa einmitt lýst áhyggjum af löngum gönguvegalengdum. Um 23 mínútur hið mesta tæki að ganga þá vegalengd. Þá sagði hann næstu stig málsins vera endanleg ákvörðun um staðsetningu nýja unglingaskólans, tímalínur viðhalds- og nýframkvæmda, og útboð vegna færanlegra kennslustofa fyrir skólastarf á framkvæmdatíma. Áhyggjur af neikvæðri unglingamenningu Borgarfulltrúar minnihlutans tjáðu andsvör sín á fundinum, þar á meðal Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún sagði að um sé að ræða gróf samráðssvik. „Að valta yfir heilt hverfi með því að þvinga inn aðra ólíka sviðsmynd eftir allt það sem á undan er gengið er vanvirðing og eiginlega valdníðsla,“ sagði hún á fundinum. Þá sagði hún íbúa Laugardals og Flokk fólksins hafna því að skólahverfinu verði umbylt með vanhugsuðum breytingum sem virðast bera keim af tækifæriskenndum lausnum frekar en að byggja á faglegum forsendum og samráði. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók að auki til máls. Hún sagði skólana í Laugardalnum lengi hafa liðið fyrir viðhaldsleysi og stöðuga fjölgun nemenda vegna þéttingarstefnu borgarinnar án þess að gripið yrði til ráðstafana. Þá sagði hún að með því að breyta þeim áformum sem áður voru, hafi borgaryfirvöld svikið skólasamfélagið við Laugardalinn. „Í eitt og hálft ár hafa helstu ráðamenn borgarstjórnar verið að pukrast með það að ganga á bak orða sinna í stað þess að standa við þau.“ Hún lýsti yfir áhyggjum af hve stór safnskólinn kæmi til með að vera og sagði dýrmæta skólamenningu geta þurrkast út með tilurð hans. Þá lýsti hún yfir áhyggjum af því að stór unglingaskóli gæti skapað „neikvæða unglingamenningu.“ Unglingarnir spenntir fyrir breytingunum Þegar Einar kynnti næstu skref málsins vakti hann athygli á þeim kostum sem fylgja byggingu unglingaskóla í hverfinu. „Það eru áratugir síðan við höfum byggt nýjan safnskóla fyrir unglingastigið og það felast í því gríðarleg tækifæri,“ sagði Einar. „Að gera nýjan skóla sem byggir á tengingu við frábær íþróttamannvirki í fallegri náttúru þarna í Laugardalnum, og skapa um leið rými fyrir þrjá yngri barnaskóla í hæfilegri stærð á góðum lóðum í nærumhverfinu þar sem ekki er búið að skerða skólabygginguna með viðbyggingum,“ sagði hann jafnframt. Þá sagðist hann hafa fengið umsagnir unglinga úr umræddum hverfum um áformin, sem sögðust spenntir fyrir þessari leið. Hann benti á Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla sem dæmi um vel heppnaða safnskóla. „Fleiri unglingar saman, meiri líkur á að allir geta fundið vini við hæfi og fjölbreyttara félagslíf. Nútímalegur unglingaskóli gæti boðið upp á ný tækifæri og nýjar áherslur í námi, nýtt upphaf og tækifæri til að kynnast nýjum félögum,“ var umsögn unglinganna. Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Í október 2022 samþykkti skóla og frístundaráð tillögu um að byggja við alla þrjá grunnskólana í Laugardal vegna mikillar fjölgunar nemenda og plássleysis. Tillagan var samþykkt í samráði við fulltrúa skólanna. Í nýútgefinni skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur hins vegar fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Þar af leiðandi hefur skóla og frístundaráð óskað eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Tillagan hefur vakið hörð viðbrögð íbúa Laugardals, en nærri þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem áformum um byggingu safnskóla er mótmælt. Á borgarstjórnarfundi kynnti Einar Þorsteinsson borgarstjóri þrjár lóðir í Laugardalnum sem koma til greina til byggingar safnskólans. Hann sagði lóð norðan Skautahallarinnar, þríhyrninginn, þar sem Þróttur er nú með æfingaaðstöðu, koma best til greina. Hann vakti athygli á að lengsta vegalengdin sem nemendur við skólann þyrftu að ganga yrði skólinn á þeirri lóð væri styttri en tveir kílómetrar, en fulltrúar skólasamfélagsins hafa einmitt lýst áhyggjum af löngum gönguvegalengdum. Um 23 mínútur hið mesta tæki að ganga þá vegalengd. Þá sagði hann næstu stig málsins vera endanleg ákvörðun um staðsetningu nýja unglingaskólans, tímalínur viðhalds- og nýframkvæmda, og útboð vegna færanlegra kennslustofa fyrir skólastarf á framkvæmdatíma. Áhyggjur af neikvæðri unglingamenningu Borgarfulltrúar minnihlutans tjáðu andsvör sín á fundinum, þar á meðal Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún sagði að um sé að ræða gróf samráðssvik. „Að valta yfir heilt hverfi með því að þvinga inn aðra ólíka sviðsmynd eftir allt það sem á undan er gengið er vanvirðing og eiginlega valdníðsla,“ sagði hún á fundinum. Þá sagði hún íbúa Laugardals og Flokk fólksins hafna því að skólahverfinu verði umbylt með vanhugsuðum breytingum sem virðast bera keim af tækifæriskenndum lausnum frekar en að byggja á faglegum forsendum og samráði. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók að auki til máls. Hún sagði skólana í Laugardalnum lengi hafa liðið fyrir viðhaldsleysi og stöðuga fjölgun nemenda vegna þéttingarstefnu borgarinnar án þess að gripið yrði til ráðstafana. Þá sagði hún að með því að breyta þeim áformum sem áður voru, hafi borgaryfirvöld svikið skólasamfélagið við Laugardalinn. „Í eitt og hálft ár hafa helstu ráðamenn borgarstjórnar verið að pukrast með það að ganga á bak orða sinna í stað þess að standa við þau.“ Hún lýsti yfir áhyggjum af hve stór safnskólinn kæmi til með að vera og sagði dýrmæta skólamenningu geta þurrkast út með tilurð hans. Þá lýsti hún yfir áhyggjum af því að stór unglingaskóli gæti skapað „neikvæða unglingamenningu.“ Unglingarnir spenntir fyrir breytingunum Þegar Einar kynnti næstu skref málsins vakti hann athygli á þeim kostum sem fylgja byggingu unglingaskóla í hverfinu. „Það eru áratugir síðan við höfum byggt nýjan safnskóla fyrir unglingastigið og það felast í því gríðarleg tækifæri,“ sagði Einar. „Að gera nýjan skóla sem byggir á tengingu við frábær íþróttamannvirki í fallegri náttúru þarna í Laugardalnum, og skapa um leið rými fyrir þrjá yngri barnaskóla í hæfilegri stærð á góðum lóðum í nærumhverfinu þar sem ekki er búið að skerða skólabygginguna með viðbyggingum,“ sagði hann jafnframt. Þá sagðist hann hafa fengið umsagnir unglinga úr umræddum hverfum um áformin, sem sögðust spenntir fyrir þessari leið. Hann benti á Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla sem dæmi um vel heppnaða safnskóla. „Fleiri unglingar saman, meiri líkur á að allir geta fundið vini við hæfi og fjölbreyttara félagslíf. Nútímalegur unglingaskóli gæti boðið upp á ný tækifæri og nýjar áherslur í námi, nýtt upphaf og tækifæri til að kynnast nýjum félögum,“ var umsögn unglinganna.
Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30