Unnið á spítalanum lengi en óttast ekki hagsmunaárekstra Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 10. júní 2024 15:30 Marta er ný talskona sjúklinga Landspítalans. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga hefur tekið til starfa á Landspítalanum. Markmið hennar er að efla rödd sjúklinga og aðstandenda. Hún óttast ekki hagsmunaárekstra í nýju starfi en hún hefur lengi unnið innan veggja spítalans. Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira