Meinsemdir á vinnumarkaði Bergvin Eyþórsson skrifar 7. júní 2024 17:30 Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar