Meinsemdir á vinnumarkaði Bergvin Eyþórsson skrifar 7. júní 2024 17:30 Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun