Vill upplýsingar um bótasvik öryrkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2024 14:06 Birgir Þórarinsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal. Í fyrirspurn Birgirs spyr hann sérstaklega út í þær rannsóknir og niðurstöður sem liggja fyrir um bótasvik þar sem „einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki“. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hagsmunasamtök öryrkja og fatlaðs fólks hafa fagnað sumum af þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu en gagnrýnt aðrar harðlega. Veltir fjölgun öryrkja fyrir sér Birgir beinir nú sjónum að orörkumatinu og hvernig staðið sé að eftirliti með því að matið sé reist á raunhæfum forsendum þeirra sem í hlut eiga. Birgir veltir sömuleiðis fyrir sér fjölgun öryrkja og spyr ráðherra hvaða ástæður liggi að baki eins örri fjölgun örorkulíferyrisþega undanfarin ár. Frá aldamótum hefur fjöldi öryrkja ríflega tvöfaldast. Þegar frá því var greint árið 2019 taldi formaður velferðarnefndar Alþingis streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og sagði ljóst að stytta þyrfti vinnuvikuna. Birgir er ekki sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokksins sem veltir fyrir sér hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. Brynjar Níelsson sagði til að mynda í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar fyrir fjórum árum að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. Gert er ráð fyrir að fyrrgreint örorkufrumvarp verði til umræðu í þingsal í næstu viku. Nokkur umræða hefur skapast í kringum frumvarpið og hefur Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið öryrkjum til samráðsfundar um breytingarnar í hátíðarsal Smiðju á þriðjudag. Í frumvarpinu er meðal annars lögð til sameining á greiðsluflokkum og einföldun á skerðingarreglum, en jafnframt er innleitt starfsgetumat sem er ætlað að taka mið af félagslegum og heilsufarslegum þáttum. Félagsmál Alþingi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Í fyrirspurn Birgirs spyr hann sérstaklega út í þær rannsóknir og niðurstöður sem liggja fyrir um bótasvik þar sem „einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki“. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hagsmunasamtök öryrkja og fatlaðs fólks hafa fagnað sumum af þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu en gagnrýnt aðrar harðlega. Veltir fjölgun öryrkja fyrir sér Birgir beinir nú sjónum að orörkumatinu og hvernig staðið sé að eftirliti með því að matið sé reist á raunhæfum forsendum þeirra sem í hlut eiga. Birgir veltir sömuleiðis fyrir sér fjölgun öryrkja og spyr ráðherra hvaða ástæður liggi að baki eins örri fjölgun örorkulíferyrisþega undanfarin ár. Frá aldamótum hefur fjöldi öryrkja ríflega tvöfaldast. Þegar frá því var greint árið 2019 taldi formaður velferðarnefndar Alþingis streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og sagði ljóst að stytta þyrfti vinnuvikuna. Birgir er ekki sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokksins sem veltir fyrir sér hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. Brynjar Níelsson sagði til að mynda í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar fyrir fjórum árum að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. Gert er ráð fyrir að fyrrgreint örorkufrumvarp verði til umræðu í þingsal í næstu viku. Nokkur umræða hefur skapast í kringum frumvarpið og hefur Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið öryrkjum til samráðsfundar um breytingarnar í hátíðarsal Smiðju á þriðjudag. Í frumvarpinu er meðal annars lögð til sameining á greiðsluflokkum og einföldun á skerðingarreglum, en jafnframt er innleitt starfsgetumat sem er ætlað að taka mið af félagslegum og heilsufarslegum þáttum.
Félagsmál Alþingi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira