„Þetta er bara of dýrt eins og staðan er í dag“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2024 09:00 Sigurður H. Helgason ræddi framtíðarsýn Sjúkratrygginga varðandi greiðsluþátttöku þyngdastjórnunarlyfja við Vísi. stjórnarráðið/getty Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að bíða verði eftir því að fleiri þyngdarstjórnunarlyf komi á markað, áður en hægt verður að rýmka skilyrði fyrir greiðsluþátttöku. Sem stendur sé samfélagslegur kostnaður of mikill. Fólk hefur í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna. Sprenging hefur orðið á notkun þyngdarstjórnunarlyfja, líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hefur kostnaður við niðurgreiðslu Sjúkratrygginga, fyrstu fimm mánuði ársins, fyrir sykursýkislyfið Ozempic farið úr 79 milljónum árið 2020 í 462 milljónir árið 2024. Kostnaðurinn vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdastjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Mikilvægt er að árétta að Ozempic er sykursýkislyf, ólíkt þyngdarstjórnunarlyfinu Wegowy sem kom nýtt á markað í október 2023. Virka efni lyfjanna Wegowy og Ozempic er hins vegar það sama og lítill munur er á lyfjunum utan þeirrar ábendingar sem læknar rita fyrir lyfjunum. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, tjáði Vísi í gær að henni fyndist greiðsluþátttökuskilyrði fyrir þyngdastjórnunarlyf of ströng. Umrædd skilyrði felast í því að sjúklingur sé yfir 45 í BMI-stuðli og með lífsógnandi fylgikvilla sem ekki hafi tekist að vinna með, með öðrum hætti í að minnsta kosti sex mánuði. Skilyrðin ströng vegna framboðs Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er kostnaður vegna lyfsins Wegowy töluvert minni en Ozempic. Sjúkratryggingar greiddu 58 milljónir á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en kostnaður einstaklinga hljóðar upp á 561 milljónir króna. Fólk hefur því í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna, þar sem það uppfyllir ekki greiðslyþátttökuskilyrði. Erla Gerður sagði sömuleiðis að hún teldi lyfjameðferð hefjast hjá offitusjúklingum að jafnaði of seint og líkti því við krabbameinsmeðferð þar sem beðið væri með lyfjagjöf „þar til meinið er búið að dreifa sér í að minnsta kosti tvö líffæri“. Sigurður H. Helgason forstjóri sjúkratrygginga segir ekki sanngjarnt að líkja þessu tvennu saman. „Við teljum matið vandað. Þetta er niðurstaðan eins og hún blasir við núna. Það verður að líta til þess samhengis að fólk getur verið í offitu án þess að vera í yfirvofandi lífshættu. Ef það koma fleiri lyf með lækkandi lyfjaverði, þá verður þetta stærri hópur,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Örlítið fleiri“ en í sambærilegum löndum „Það eru sterkar vísbendingar um það að til þess að viðhalda þeim árangri sem þessi lyf skapa, þurfi fólk að vera lengi á lyfjunum og jafnvel ævilangt. Ef við sjáum fyrir okkur stöðu þar sem talsvert stór hluti þjóðarinnar er komin á þessi lyf, og verður á þeim ævilangt, þá er uppsafnaður framtíðarkostnaður orðinn alveg svakalegur. Það eru þær stærðir sem menn horfa á og segja: „ heyrðu, þetta er hreinlega of dýrt eins og staðan er í dag“. „Okkur ber að fara eftir ákveðinni aðferðafræði þegar við'metum hvort lyfin skuli niðurgreidd og fyrir hverja. Við notum aðferð sem vegur saman tilkostnað við ábata samfélagsins af því að viðkomandi lyf sé niðurgreitt. Þetta er flókið mat og við höfum horft til nágrannalanda, Norðurlanda og Bretlands.“ Vinnureglur Sjúkratrygginga varðandi Wegowy segir Sigurður leiða til þess að „örlítið fleiri“ komist á lyfið en í sambærilegum löndum. Viðmiðin séu vægari hér á landi, en samt talsvert ströng. „Lyf eins og Wegowy er að sjálfsögðu aðgengilegt öllum sem uppfylla þessi skilyrði. Það eru ýmsir í ofþyngd og offitu sem eru undir þeim gildum en geta þá, ef þeir kjósa, valið að fara á þessi lyf og greiða þau sjálf,“ segir Sigurður. Má ekki mistúlka stefnu stjórnvalda Novo nordisk, framleiðandi lyfjanna, annar ekki eftirspurn. Eftirspurnin hefur raunar verið svo mikil að sala lyfjanna bjargaði danska hagkerfinu frá samdrætti á síðasta ári. Búist er við því að verg landsframleiðsla tvöfaldist á þessu ári vegna hagnaðar Novo nordisk, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Fortune. „Það er eftirspurn alls staðar. Framleiðandinn er í vandræðum með að auka framleiðslugetu til að anna eftirspurn.“ Samfélagslegur kostnaður sé hins vegar enn of mikill, til þess að hægt sé að rýmka fyrrgreind skilyrði. „Það má ekki skilja núverandi stöðu sem stefnu stjórnvalda um að það eigi ekki að auka aðgengi að þessum lyfjum. Þetta er bara fúl staða í augnablikinu og við höfum skilning á fólki sem er í erfiðri stöðu hvað þetta varðar.“ Heilbrigðismál Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Sprenging hefur orðið á notkun þyngdarstjórnunarlyfja, líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hefur kostnaður við niðurgreiðslu Sjúkratrygginga, fyrstu fimm mánuði ársins, fyrir sykursýkislyfið Ozempic farið úr 79 milljónum árið 2020 í 462 milljónir árið 2024. Kostnaðurinn vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdastjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Mikilvægt er að árétta að Ozempic er sykursýkislyf, ólíkt þyngdarstjórnunarlyfinu Wegowy sem kom nýtt á markað í október 2023. Virka efni lyfjanna Wegowy og Ozempic er hins vegar það sama og lítill munur er á lyfjunum utan þeirrar ábendingar sem læknar rita fyrir lyfjunum. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, tjáði Vísi í gær að henni fyndist greiðsluþátttökuskilyrði fyrir þyngdastjórnunarlyf of ströng. Umrædd skilyrði felast í því að sjúklingur sé yfir 45 í BMI-stuðli og með lífsógnandi fylgikvilla sem ekki hafi tekist að vinna með, með öðrum hætti í að minnsta kosti sex mánuði. Skilyrðin ströng vegna framboðs Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er kostnaður vegna lyfsins Wegowy töluvert minni en Ozempic. Sjúkratryggingar greiddu 58 milljónir á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en kostnaður einstaklinga hljóðar upp á 561 milljónir króna. Fólk hefur því í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna, þar sem það uppfyllir ekki greiðslyþátttökuskilyrði. Erla Gerður sagði sömuleiðis að hún teldi lyfjameðferð hefjast hjá offitusjúklingum að jafnaði of seint og líkti því við krabbameinsmeðferð þar sem beðið væri með lyfjagjöf „þar til meinið er búið að dreifa sér í að minnsta kosti tvö líffæri“. Sigurður H. Helgason forstjóri sjúkratrygginga segir ekki sanngjarnt að líkja þessu tvennu saman. „Við teljum matið vandað. Þetta er niðurstaðan eins og hún blasir við núna. Það verður að líta til þess samhengis að fólk getur verið í offitu án þess að vera í yfirvofandi lífshættu. Ef það koma fleiri lyf með lækkandi lyfjaverði, þá verður þetta stærri hópur,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Örlítið fleiri“ en í sambærilegum löndum „Það eru sterkar vísbendingar um það að til þess að viðhalda þeim árangri sem þessi lyf skapa, þurfi fólk að vera lengi á lyfjunum og jafnvel ævilangt. Ef við sjáum fyrir okkur stöðu þar sem talsvert stór hluti þjóðarinnar er komin á þessi lyf, og verður á þeim ævilangt, þá er uppsafnaður framtíðarkostnaður orðinn alveg svakalegur. Það eru þær stærðir sem menn horfa á og segja: „ heyrðu, þetta er hreinlega of dýrt eins og staðan er í dag“. „Okkur ber að fara eftir ákveðinni aðferðafræði þegar við'metum hvort lyfin skuli niðurgreidd og fyrir hverja. Við notum aðferð sem vegur saman tilkostnað við ábata samfélagsins af því að viðkomandi lyf sé niðurgreitt. Þetta er flókið mat og við höfum horft til nágrannalanda, Norðurlanda og Bretlands.“ Vinnureglur Sjúkratrygginga varðandi Wegowy segir Sigurður leiða til þess að „örlítið fleiri“ komist á lyfið en í sambærilegum löndum. Viðmiðin séu vægari hér á landi, en samt talsvert ströng. „Lyf eins og Wegowy er að sjálfsögðu aðgengilegt öllum sem uppfylla þessi skilyrði. Það eru ýmsir í ofþyngd og offitu sem eru undir þeim gildum en geta þá, ef þeir kjósa, valið að fara á þessi lyf og greiða þau sjálf,“ segir Sigurður. Má ekki mistúlka stefnu stjórnvalda Novo nordisk, framleiðandi lyfjanna, annar ekki eftirspurn. Eftirspurnin hefur raunar verið svo mikil að sala lyfjanna bjargaði danska hagkerfinu frá samdrætti á síðasta ári. Búist er við því að verg landsframleiðsla tvöfaldist á þessu ári vegna hagnaðar Novo nordisk, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Fortune. „Það er eftirspurn alls staðar. Framleiðandinn er í vandræðum með að auka framleiðslugetu til að anna eftirspurn.“ Samfélagslegur kostnaður sé hins vegar enn of mikill, til þess að hægt sé að rýmka fyrrgreind skilyrði. „Það má ekki skilja núverandi stöðu sem stefnu stjórnvalda um að það eigi ekki að auka aðgengi að þessum lyfjum. Þetta er bara fúl staða í augnablikinu og við höfum skilning á fólki sem er í erfiðri stöðu hvað þetta varðar.“
Heilbrigðismál Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira