„Þetta er bara of dýrt eins og staðan er í dag“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2024 09:00 Sigurður H. Helgason ræddi framtíðarsýn Sjúkratrygginga varðandi greiðsluþátttöku þyngdastjórnunarlyfja við Vísi. stjórnarráðið/getty Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að bíða verði eftir því að fleiri þyngdarstjórnunarlyf komi á markað, áður en hægt verður að rýmka skilyrði fyrir greiðsluþátttöku. Sem stendur sé samfélagslegur kostnaður of mikill. Fólk hefur í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna. Sprenging hefur orðið á notkun þyngdarstjórnunarlyfja, líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hefur kostnaður við niðurgreiðslu Sjúkratrygginga, fyrstu fimm mánuði ársins, fyrir sykursýkislyfið Ozempic farið úr 79 milljónum árið 2020 í 462 milljónir árið 2024. Kostnaðurinn vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdastjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Mikilvægt er að árétta að Ozempic er sykursýkislyf, ólíkt þyngdarstjórnunarlyfinu Wegowy sem kom nýtt á markað í október 2023. Virka efni lyfjanna Wegowy og Ozempic er hins vegar það sama og lítill munur er á lyfjunum utan þeirrar ábendingar sem læknar rita fyrir lyfjunum. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, tjáði Vísi í gær að henni fyndist greiðsluþátttökuskilyrði fyrir þyngdastjórnunarlyf of ströng. Umrædd skilyrði felast í því að sjúklingur sé yfir 45 í BMI-stuðli og með lífsógnandi fylgikvilla sem ekki hafi tekist að vinna með, með öðrum hætti í að minnsta kosti sex mánuði. Skilyrðin ströng vegna framboðs Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er kostnaður vegna lyfsins Wegowy töluvert minni en Ozempic. Sjúkratryggingar greiddu 58 milljónir á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en kostnaður einstaklinga hljóðar upp á 561 milljónir króna. Fólk hefur því í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna, þar sem það uppfyllir ekki greiðslyþátttökuskilyrði. Erla Gerður sagði sömuleiðis að hún teldi lyfjameðferð hefjast hjá offitusjúklingum að jafnaði of seint og líkti því við krabbameinsmeðferð þar sem beðið væri með lyfjagjöf „þar til meinið er búið að dreifa sér í að minnsta kosti tvö líffæri“. Sigurður H. Helgason forstjóri sjúkratrygginga segir ekki sanngjarnt að líkja þessu tvennu saman. „Við teljum matið vandað. Þetta er niðurstaðan eins og hún blasir við núna. Það verður að líta til þess samhengis að fólk getur verið í offitu án þess að vera í yfirvofandi lífshættu. Ef það koma fleiri lyf með lækkandi lyfjaverði, þá verður þetta stærri hópur,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Örlítið fleiri“ en í sambærilegum löndum „Það eru sterkar vísbendingar um það að til þess að viðhalda þeim árangri sem þessi lyf skapa, þurfi fólk að vera lengi á lyfjunum og jafnvel ævilangt. Ef við sjáum fyrir okkur stöðu þar sem talsvert stór hluti þjóðarinnar er komin á þessi lyf, og verður á þeim ævilangt, þá er uppsafnaður framtíðarkostnaður orðinn alveg svakalegur. Það eru þær stærðir sem menn horfa á og segja: „ heyrðu, þetta er hreinlega of dýrt eins og staðan er í dag“. „Okkur ber að fara eftir ákveðinni aðferðafræði þegar við'metum hvort lyfin skuli niðurgreidd og fyrir hverja. Við notum aðferð sem vegur saman tilkostnað við ábata samfélagsins af því að viðkomandi lyf sé niðurgreitt. Þetta er flókið mat og við höfum horft til nágrannalanda, Norðurlanda og Bretlands.“ Vinnureglur Sjúkratrygginga varðandi Wegowy segir Sigurður leiða til þess að „örlítið fleiri“ komist á lyfið en í sambærilegum löndum. Viðmiðin séu vægari hér á landi, en samt talsvert ströng. „Lyf eins og Wegowy er að sjálfsögðu aðgengilegt öllum sem uppfylla þessi skilyrði. Það eru ýmsir í ofþyngd og offitu sem eru undir þeim gildum en geta þá, ef þeir kjósa, valið að fara á þessi lyf og greiða þau sjálf,“ segir Sigurður. Má ekki mistúlka stefnu stjórnvalda Novo nordisk, framleiðandi lyfjanna, annar ekki eftirspurn. Eftirspurnin hefur raunar verið svo mikil að sala lyfjanna bjargaði danska hagkerfinu frá samdrætti á síðasta ári. Búist er við því að verg landsframleiðsla tvöfaldist á þessu ári vegna hagnaðar Novo nordisk, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Fortune. „Það er eftirspurn alls staðar. Framleiðandinn er í vandræðum með að auka framleiðslugetu til að anna eftirspurn.“ Samfélagslegur kostnaður sé hins vegar enn of mikill, til þess að hægt sé að rýmka fyrrgreind skilyrði. „Það má ekki skilja núverandi stöðu sem stefnu stjórnvalda um að það eigi ekki að auka aðgengi að þessum lyfjum. Þetta er bara fúl staða í augnablikinu og við höfum skilning á fólki sem er í erfiðri stöðu hvað þetta varðar.“ Heilbrigðismál Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Sprenging hefur orðið á notkun þyngdarstjórnunarlyfja, líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hefur kostnaður við niðurgreiðslu Sjúkratrygginga, fyrstu fimm mánuði ársins, fyrir sykursýkislyfið Ozempic farið úr 79 milljónum árið 2020 í 462 milljónir árið 2024. Kostnaðurinn vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdastjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Mikilvægt er að árétta að Ozempic er sykursýkislyf, ólíkt þyngdarstjórnunarlyfinu Wegowy sem kom nýtt á markað í október 2023. Virka efni lyfjanna Wegowy og Ozempic er hins vegar það sama og lítill munur er á lyfjunum utan þeirrar ábendingar sem læknar rita fyrir lyfjunum. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, tjáði Vísi í gær að henni fyndist greiðsluþátttökuskilyrði fyrir þyngdastjórnunarlyf of ströng. Umrædd skilyrði felast í því að sjúklingur sé yfir 45 í BMI-stuðli og með lífsógnandi fylgikvilla sem ekki hafi tekist að vinna með, með öðrum hætti í að minnsta kosti sex mánuði. Skilyrðin ströng vegna framboðs Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er kostnaður vegna lyfsins Wegowy töluvert minni en Ozempic. Sjúkratryggingar greiddu 58 milljónir á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en kostnaður einstaklinga hljóðar upp á 561 milljónir króna. Fólk hefur því í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna, þar sem það uppfyllir ekki greiðslyþátttökuskilyrði. Erla Gerður sagði sömuleiðis að hún teldi lyfjameðferð hefjast hjá offitusjúklingum að jafnaði of seint og líkti því við krabbameinsmeðferð þar sem beðið væri með lyfjagjöf „þar til meinið er búið að dreifa sér í að minnsta kosti tvö líffæri“. Sigurður H. Helgason forstjóri sjúkratrygginga segir ekki sanngjarnt að líkja þessu tvennu saman. „Við teljum matið vandað. Þetta er niðurstaðan eins og hún blasir við núna. Það verður að líta til þess samhengis að fólk getur verið í offitu án þess að vera í yfirvofandi lífshættu. Ef það koma fleiri lyf með lækkandi lyfjaverði, þá verður þetta stærri hópur,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Örlítið fleiri“ en í sambærilegum löndum „Það eru sterkar vísbendingar um það að til þess að viðhalda þeim árangri sem þessi lyf skapa, þurfi fólk að vera lengi á lyfjunum og jafnvel ævilangt. Ef við sjáum fyrir okkur stöðu þar sem talsvert stór hluti þjóðarinnar er komin á þessi lyf, og verður á þeim ævilangt, þá er uppsafnaður framtíðarkostnaður orðinn alveg svakalegur. Það eru þær stærðir sem menn horfa á og segja: „ heyrðu, þetta er hreinlega of dýrt eins og staðan er í dag“. „Okkur ber að fara eftir ákveðinni aðferðafræði þegar við'metum hvort lyfin skuli niðurgreidd og fyrir hverja. Við notum aðferð sem vegur saman tilkostnað við ábata samfélagsins af því að viðkomandi lyf sé niðurgreitt. Þetta er flókið mat og við höfum horft til nágrannalanda, Norðurlanda og Bretlands.“ Vinnureglur Sjúkratrygginga varðandi Wegowy segir Sigurður leiða til þess að „örlítið fleiri“ komist á lyfið en í sambærilegum löndum. Viðmiðin séu vægari hér á landi, en samt talsvert ströng. „Lyf eins og Wegowy er að sjálfsögðu aðgengilegt öllum sem uppfylla þessi skilyrði. Það eru ýmsir í ofþyngd og offitu sem eru undir þeim gildum en geta þá, ef þeir kjósa, valið að fara á þessi lyf og greiða þau sjálf,“ segir Sigurður. Má ekki mistúlka stefnu stjórnvalda Novo nordisk, framleiðandi lyfjanna, annar ekki eftirspurn. Eftirspurnin hefur raunar verið svo mikil að sala lyfjanna bjargaði danska hagkerfinu frá samdrætti á síðasta ári. Búist er við því að verg landsframleiðsla tvöfaldist á þessu ári vegna hagnaðar Novo nordisk, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Fortune. „Það er eftirspurn alls staðar. Framleiðandinn er í vandræðum með að auka framleiðslugetu til að anna eftirspurn.“ Samfélagslegur kostnaður sé hins vegar enn of mikill, til þess að hægt sé að rýmka fyrrgreind skilyrði. „Það má ekki skilja núverandi stöðu sem stefnu stjórnvalda um að það eigi ekki að auka aðgengi að þessum lyfjum. Þetta er bara fúl staða í augnablikinu og við höfum skilning á fólki sem er í erfiðri stöðu hvað þetta varðar.“
Heilbrigðismál Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira