Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:20 Guðrún Nanna Egilsdóttir gefur lítið fyrir nýjasta tískufyrirbrigðið sem snýst um að hræra eða þeyta vatnið sitt. Hún vonar að fólk flæki ekki lífið að óþörfu og tileinki sér frekar heilbrigðar venjur. Vísir Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. Nokkur umræða hefur spunnist á samfélagsmiðlum um aðferð sem snýr að því að þeyta drykkjarvatn með þar til gerðum áhöldum. Tilgangurinn er sagður vera að „endurskipuleggja vatnssameindir fyrir betri upptöku.“ Íslenskur áhrifavaldur birti nýverið myndskeið á Tiktok þar sem hún sýndi frá tæki sem hún hafði fjárfest í, stálplötu með segli sem hrærir upp í vatninu. Tækið er frá fyrirtækinu Healflux en í lýsingu vörunnar á heimasíðunni segir meðal annars: „Segullinn skapar hringrás í vatninu sem líkir eftir náttúrulegu flæði vatns sem finnst í lindum og ám. Það endurskipuleggur vatnssameindir fyrir betri upptöku, vökvun og endurnýjun frumna. Notað til lífskrafts og lækningar. Vatnið bragðast jafnvel betur.“ Dæmi um vöru sem þeytir vatn. Umrædd vara kostar um sjö þúsund krónur. Sumir notast einnig við þeytara eða töfrasprota til að hræra upp í vatninu sínu.Healflux Ekkert annað en peningasóun Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði, segist heldur betur hafa orðið vör við þetta nýja tískufyrirbrigði. „Ég hef reyndar bara nýlega orðið vör við að fólk sé almennt að kaupa svona og nota, ég hélt að þetta væri bara lítill hópur fólks að falla fyrir þessu á vafasömum kimum internetsins.“ Í stuttu máli segir Guðrún að hér sé einfaldlega um að ræða peningasóun. Það sé vænlegra til árangurs að efla heilsuna á annan hátt og með heilbrigðum lífstíl sem felur í sér næringarríkan mat, reglulega hreyfingu og jú, næga vatnsdrykkju. „Vandamálið við þetta trend er kannski helst að einstaklingar og fyrirtæki hyggjast græða á þessu. Það er þar að auki ólöglegt að merkja vörur með óstaðfestum heilsufullyrðingum og maður sér klárlega brot á þeim lögum. Oft eru þessar vörur dýrar og fólk platað til að eyða fúlgum fjár í vöru sem lofar heilsuútkomum sem halda ekki vatni.“ Efnafræðilega ómöguleg fullyrðing Guðrún segir ekkert til í þeirri fullyrðingu að það að hræra upp í vatninu „endurskipuleggi vatnssameindir fyrir betri upptöku.“ Það er efnafræðilega ómögulegt. Það að hræra í vatni breytir ekki sameindunum sjálfum. „Vatnssameindir samanstanda af tveimur vetnisatómum tengdum við eitt súrefnisatóm. Hrært vatn hefur áhrif á hreyfingu og dreifingu vatnssameindanna en breytir ekki efnafræðilegri uppbyggingu þeirra. Líkaminn okkar á svo almennt ekki í neinum vandræðum með vatnsupptöku.“ „Fyrir þá sem vilja geta þá einfaldlega bara hrært í vatninu sjálft án þess að borga krónu fyrir það, þú færð þó engan ávinning af því annað en einfaldlega hrært vatn,“ segir Guðrún.Getty Þá séu engar rannsóknir sem bendi til þess að það að hræra vatnið geri það betra. „Það þarf að gera meira en að hræra í vatninu ef það á að leysa upp vetni í því. Það eru hinsvegar til rannsóknir sem benda til ávinnings af svokölluðu vetnisvatni en það þarf að rannsaka það frekar til að geta fullyrt eitthvað.“ Hún bendir á að það sé búið að gera rannsóknir á fólki varðandi þetta en þátttakendur hafi alltaf verið gríðarlega fáir og vankantar á mörgum rannsóknaraðferðum. „Niðurstöðurnar eru allt annað en afgerandi og því alls ekki hægt að styðja neinar af þessum heilsufullyrðingum með þeim rannsóknum. Maður ætti líka alltaf að staldra við þegar eitthvert efni, lyf eða bætefni er sagt eiga að hafa áhrif á svona marga ólíka sjúkdóma og líkamsferla eins og fullyrt hefur verið með vetnisvatnið. Aðferðirnar sem rannsóknir lýsa þegar verið er að gera vatn vetnisríkt koma þar að auki ekki heim og saman við þessar flöskur eða segla á markaði sem hræra í vatninu í skamman tíma.“ „Láttu ekki selja þér vitleysu“ Telma Matthíasdóttir þjálfari, áhrifavaldur og eigandi Bætiefnabúllunnar er ein af þeim sem hefur gefur lítið fyrir þetta nýja tískufyrirbrigði. View this post on Instagram A post shared by Telma Matthíasdóttir (@fitubrennsla) „Það gæti kannski komið á óvart að heyra þetta. En það að hræra vatnið með töfrasprota er ekki að fara gera vatnið betra fyrir þig,“ skrifar Telma. Guðrún Nanna mælir einfaldlega með því að sleppa því að hræra vatnið og gera eitthvað annað fyrir peninginn. „Gamla góða vatnið er alveg nógu gott fyrir alla okkar líkamsstarfsemi.“ Fyrir þá sem vilja geta þá einfaldlega bara hrært í vatninu sjálft án þess að borga krónu fyrir það, þú færð þó engan ávinning af því annað en einfaldlega hrært vatn. Að endingu bendir Guðrún á mikilvægi þess að hafa góða yfirsýn og láta ekki blekkjast. „Þetta er markaðssett eins og enn ein „pillan". Eins og það skipti ekki máli hvernig lífsvenjur eru eða hvað maður borðar að jafnaði. Ef við myndum til dæmis stilla upp ávinningi af að borða ríkulegt magn af ávöxtum og grænmeti á móti því að drekka vetnisríkt vatn þá er líklegt að vetnisríka vatnið blikni í samanburði. Aðalatriðið með drykki er að fólk velji sem oftast vatn yfir höfuð. Tannvæna drykki sem hafa ekki áhrif á efnaskiptaheilsu. Þessi vara er drifin áfram af markaðsöflum með gylliboðum.“ Svo er líka mikilvægt að skoða vandlega hvað er verið að reyna að selja þér. Ertu í raun að fá það sem er verið að selja þér? Getur þessi 10.000 kr flaska í rauninni aukið vetni í vatninu þínu eða er verið að lokka þig með gylliboðum til að eyða pening í vitleysu? Skilaboð Guðrúnar eru að flækja ekki lífið að óþörfu með því að eltast við nýjasta heilsutrendið. „Reynum frekar að tileinka okkur heilbrigðar lífsvenjur og borðum sem mest af næringarríkum mat, hreyfum okkur, sofum nóg og drekkum ferska góða vatnið okkar.“ Heilsa Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn? Gríðarlegt magn upplýsinga flæðir óhindrað inn í líf okkar í gegnum samfélagsmiðla daglega. Sjálfar erum við dyggir notendur samfélagsmiðla, en okkur þykir þó ástæða til að vekja athygli á hvaða áhrif þessar upplýsingar kunna að hafa á heilsu okkar, hversu berskjölduð við erum fyrir þeim og hversu áreiðanlegar þær eru. 8. júní 2024 08:01 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist á samfélagsmiðlum um aðferð sem snýr að því að þeyta drykkjarvatn með þar til gerðum áhöldum. Tilgangurinn er sagður vera að „endurskipuleggja vatnssameindir fyrir betri upptöku.“ Íslenskur áhrifavaldur birti nýverið myndskeið á Tiktok þar sem hún sýndi frá tæki sem hún hafði fjárfest í, stálplötu með segli sem hrærir upp í vatninu. Tækið er frá fyrirtækinu Healflux en í lýsingu vörunnar á heimasíðunni segir meðal annars: „Segullinn skapar hringrás í vatninu sem líkir eftir náttúrulegu flæði vatns sem finnst í lindum og ám. Það endurskipuleggur vatnssameindir fyrir betri upptöku, vökvun og endurnýjun frumna. Notað til lífskrafts og lækningar. Vatnið bragðast jafnvel betur.“ Dæmi um vöru sem þeytir vatn. Umrædd vara kostar um sjö þúsund krónur. Sumir notast einnig við þeytara eða töfrasprota til að hræra upp í vatninu sínu.Healflux Ekkert annað en peningasóun Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði, segist heldur betur hafa orðið vör við þetta nýja tískufyrirbrigði. „Ég hef reyndar bara nýlega orðið vör við að fólk sé almennt að kaupa svona og nota, ég hélt að þetta væri bara lítill hópur fólks að falla fyrir þessu á vafasömum kimum internetsins.“ Í stuttu máli segir Guðrún að hér sé einfaldlega um að ræða peningasóun. Það sé vænlegra til árangurs að efla heilsuna á annan hátt og með heilbrigðum lífstíl sem felur í sér næringarríkan mat, reglulega hreyfingu og jú, næga vatnsdrykkju. „Vandamálið við þetta trend er kannski helst að einstaklingar og fyrirtæki hyggjast græða á þessu. Það er þar að auki ólöglegt að merkja vörur með óstaðfestum heilsufullyrðingum og maður sér klárlega brot á þeim lögum. Oft eru þessar vörur dýrar og fólk platað til að eyða fúlgum fjár í vöru sem lofar heilsuútkomum sem halda ekki vatni.“ Efnafræðilega ómöguleg fullyrðing Guðrún segir ekkert til í þeirri fullyrðingu að það að hræra upp í vatninu „endurskipuleggi vatnssameindir fyrir betri upptöku.“ Það er efnafræðilega ómögulegt. Það að hræra í vatni breytir ekki sameindunum sjálfum. „Vatnssameindir samanstanda af tveimur vetnisatómum tengdum við eitt súrefnisatóm. Hrært vatn hefur áhrif á hreyfingu og dreifingu vatnssameindanna en breytir ekki efnafræðilegri uppbyggingu þeirra. Líkaminn okkar á svo almennt ekki í neinum vandræðum með vatnsupptöku.“ „Fyrir þá sem vilja geta þá einfaldlega bara hrært í vatninu sjálft án þess að borga krónu fyrir það, þú færð þó engan ávinning af því annað en einfaldlega hrært vatn,“ segir Guðrún.Getty Þá séu engar rannsóknir sem bendi til þess að það að hræra vatnið geri það betra. „Það þarf að gera meira en að hræra í vatninu ef það á að leysa upp vetni í því. Það eru hinsvegar til rannsóknir sem benda til ávinnings af svokölluðu vetnisvatni en það þarf að rannsaka það frekar til að geta fullyrt eitthvað.“ Hún bendir á að það sé búið að gera rannsóknir á fólki varðandi þetta en þátttakendur hafi alltaf verið gríðarlega fáir og vankantar á mörgum rannsóknaraðferðum. „Niðurstöðurnar eru allt annað en afgerandi og því alls ekki hægt að styðja neinar af þessum heilsufullyrðingum með þeim rannsóknum. Maður ætti líka alltaf að staldra við þegar eitthvert efni, lyf eða bætefni er sagt eiga að hafa áhrif á svona marga ólíka sjúkdóma og líkamsferla eins og fullyrt hefur verið með vetnisvatnið. Aðferðirnar sem rannsóknir lýsa þegar verið er að gera vatn vetnisríkt koma þar að auki ekki heim og saman við þessar flöskur eða segla á markaði sem hræra í vatninu í skamman tíma.“ „Láttu ekki selja þér vitleysu“ Telma Matthíasdóttir þjálfari, áhrifavaldur og eigandi Bætiefnabúllunnar er ein af þeim sem hefur gefur lítið fyrir þetta nýja tískufyrirbrigði. View this post on Instagram A post shared by Telma Matthíasdóttir (@fitubrennsla) „Það gæti kannski komið á óvart að heyra þetta. En það að hræra vatnið með töfrasprota er ekki að fara gera vatnið betra fyrir þig,“ skrifar Telma. Guðrún Nanna mælir einfaldlega með því að sleppa því að hræra vatnið og gera eitthvað annað fyrir peninginn. „Gamla góða vatnið er alveg nógu gott fyrir alla okkar líkamsstarfsemi.“ Fyrir þá sem vilja geta þá einfaldlega bara hrært í vatninu sjálft án þess að borga krónu fyrir það, þú færð þó engan ávinning af því annað en einfaldlega hrært vatn. Að endingu bendir Guðrún á mikilvægi þess að hafa góða yfirsýn og láta ekki blekkjast. „Þetta er markaðssett eins og enn ein „pillan". Eins og það skipti ekki máli hvernig lífsvenjur eru eða hvað maður borðar að jafnaði. Ef við myndum til dæmis stilla upp ávinningi af að borða ríkulegt magn af ávöxtum og grænmeti á móti því að drekka vetnisríkt vatn þá er líklegt að vetnisríka vatnið blikni í samanburði. Aðalatriðið með drykki er að fólk velji sem oftast vatn yfir höfuð. Tannvæna drykki sem hafa ekki áhrif á efnaskiptaheilsu. Þessi vara er drifin áfram af markaðsöflum með gylliboðum.“ Svo er líka mikilvægt að skoða vandlega hvað er verið að reyna að selja þér. Ertu í raun að fá það sem er verið að selja þér? Getur þessi 10.000 kr flaska í rauninni aukið vetni í vatninu þínu eða er verið að lokka þig með gylliboðum til að eyða pening í vitleysu? Skilaboð Guðrúnar eru að flækja ekki lífið að óþörfu með því að eltast við nýjasta heilsutrendið. „Reynum frekar að tileinka okkur heilbrigðar lífsvenjur og borðum sem mest af næringarríkum mat, hreyfum okkur, sofum nóg og drekkum ferska góða vatnið okkar.“
Heilsa Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn? Gríðarlegt magn upplýsinga flæðir óhindrað inn í líf okkar í gegnum samfélagsmiðla daglega. Sjálfar erum við dyggir notendur samfélagsmiðla, en okkur þykir þó ástæða til að vekja athygli á hvaða áhrif þessar upplýsingar kunna að hafa á heilsu okkar, hversu berskjölduð við erum fyrir þeim og hversu áreiðanlegar þær eru. 8. júní 2024 08:01 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn? Gríðarlegt magn upplýsinga flæðir óhindrað inn í líf okkar í gegnum samfélagsmiðla daglega. Sjálfar erum við dyggir notendur samfélagsmiðla, en okkur þykir þó ástæða til að vekja athygli á hvaða áhrif þessar upplýsingar kunna að hafa á heilsu okkar, hversu berskjölduð við erum fyrir þeim og hversu áreiðanlegar þær eru. 8. júní 2024 08:01