Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, er grunaður um að hafa orðið konu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu.
Lögreglan var kölluð að húsinu við Kjarnagötu klukkan hálf fimm að morgni mánudagsins 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp en síðastliðinn mánudag var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Í samtali við fréttastofu segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri að maðurinn hafi kært úrskurðinn til Landsréttar en ekki sé búið að taka málið fyrir þar.
Skarphéðinn segir rannsókn málsins ganga vel og að hún sé langt á veg kominn.