Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 12:39 Evrópuþingskosningar hefjast í 27 ríkjum Evrópusambandins á morgun. Búast má við því að óprúttnir aðilar og útlagaríki reyni að hafa áhrif á kjósendur með útsmognum leiðum. AP/Virginia Mayo Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. Um 360 milljónir manna í 27 ríkjum eru á kjörskrá fyrir Evrópuþingskosningarnar sem hefjast á morgun og lýkur á sunnudag. Kosið er um 720 þingsæti en síðustu kosningar voru haldnar árið 2019. Sérfræðingar hafa nú þegar greint vaxandi straum falsfrétta og undirróðurs gegn Evrópusambandinu í ríkjunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Erfiðara er einnig sagt að þekkja áróðurinn en áður. Gervigreindartól hafa enda gert það auðveldara en nokkru sinni fyrr að búa til misvísandi eða falsað efni. Rússar eru taldir umsvifamestir í að skapa upplýsingaóreiðuna en kínversk stjórnvöld hafa einnig gert sitt til þess að hafa áhrif á evrópska kjósendur. „Herferðir á vegum rússneska ríkisins til þess að láta blekkjandi efni flæða yfir Evrópusambandið ógnar því hvernig við höfum verið vön að haga lýðræðislegri umræðu okkar, sérstaklega á tímum kosninga,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, á mánudag. Sakaði hann Rússa um að nota sjálfvirk yrki til þess að níða skóinn af frambjóðendum sem gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Brotist inn á fréttavefi og falsað myndband af frambjóðanda Fregnir hafa borist af upplýsingahernaði í tengslum við kosningar í Evrópu undanfarna mánuði. Á Spáni og í Póllandi bárust falskar hótanir um árásir á kjörstaði en annars staðar hafa komið upp tilvik þar sem gervigreind og tölvuinnbrot voru notuð til þess að ljúga að kjósendum. Þannig fór falsað myndband sem var framleitt með gervigreind í dreifingum örfáum dögum fyrir kosningar í Slóvakíu þar sem látið var líta út fyrir að frambjóðandi til þings ræddi um að hagræða úrslitunum. Í Póllandi í síðustu viku brutust þrjótar inn í kerfi ríkisfjölmiðilsins og birtu sem frétt staðlausa stafi um að Donald Tusk forsætisráðherra ætlaði að kalla út 200.000 hermenn. Pólsk yfirvöld kenndum rússneskum tölvuþrjótum um. Markmið upplýsingahernaðarins er sagt að grafa undan trú evrópsks almennings á lýðræðinu og fæla hann frá því að taka þátt í kosningum. Ætlunin sé að sundra Evrópu. Hægt er að nota gervigreindarforrit eins og ChatGPT til þess að búa til áróður og falsfréttir á auðveldari og meira sannfærandi hátt en nokkru sinni áður.AP/Markus Schreiber Samfélagsmiðlar segjast reyna að stöðva flóðið Fyrir síðustu Evrópuþingskosningar var einnig háður upplýsingahernaður en þá reiddu Rússar sig á svokallaðar tröllaverksmiðjur þar sem manneskjur af holdi og blóði sátu sveittar við að skrifa falsfréttir, stundum á lélegri ensku. Þá var sagt auðveldara að greina falsið frá raunverulegum fréttum. Sú hraða þróun sem hefur orðið í gervigreind og aðgengi að henni þýðir að mun auðveldara er nú að fjöldaframleiða áróður sem virkar trúverðugri en áður. Þannig er hægt að falsa myndir, myndbönd og hljóð á nokkuð sannfærandi hátt fyrir almennan borgara. Sum samfélagsmiðlafyrirtæki, sem eru oft helsta dreifileið áróðursins, segjast tilbúin að reyna að hefta flóð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Meta, eigandi Facebook og Instagram, segist ætlar að reka sérstaka kosningamiðstöð til þess að fylgjast með skaðlegu efni auk þúsunda rýnenda sem fara yfir efni sem birtist á öllum opinberum tungumálum innan ESB. Þá vinni fyrirtækið að hertum reglum um gervigreindarefni. Bæði Tiktok og Google, eigandi Youtube, segjast hafa staðreyndavakt til þess að fylgjast með dreifingu á fölsuðu efni. Elon Musk, eigandi X, segist aftur á móti hafa lagt niður teymi sem átti að gæta þess að miðillinn væri ekki misnotaður til þess að hafa áhrif á kosningar. Evrópusambandið Rússland Gervigreind Samfélagsmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00 Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Um 360 milljónir manna í 27 ríkjum eru á kjörskrá fyrir Evrópuþingskosningarnar sem hefjast á morgun og lýkur á sunnudag. Kosið er um 720 þingsæti en síðustu kosningar voru haldnar árið 2019. Sérfræðingar hafa nú þegar greint vaxandi straum falsfrétta og undirróðurs gegn Evrópusambandinu í ríkjunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Erfiðara er einnig sagt að þekkja áróðurinn en áður. Gervigreindartól hafa enda gert það auðveldara en nokkru sinni fyrr að búa til misvísandi eða falsað efni. Rússar eru taldir umsvifamestir í að skapa upplýsingaóreiðuna en kínversk stjórnvöld hafa einnig gert sitt til þess að hafa áhrif á evrópska kjósendur. „Herferðir á vegum rússneska ríkisins til þess að láta blekkjandi efni flæða yfir Evrópusambandið ógnar því hvernig við höfum verið vön að haga lýðræðislegri umræðu okkar, sérstaklega á tímum kosninga,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, á mánudag. Sakaði hann Rússa um að nota sjálfvirk yrki til þess að níða skóinn af frambjóðendum sem gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Brotist inn á fréttavefi og falsað myndband af frambjóðanda Fregnir hafa borist af upplýsingahernaði í tengslum við kosningar í Evrópu undanfarna mánuði. Á Spáni og í Póllandi bárust falskar hótanir um árásir á kjörstaði en annars staðar hafa komið upp tilvik þar sem gervigreind og tölvuinnbrot voru notuð til þess að ljúga að kjósendum. Þannig fór falsað myndband sem var framleitt með gervigreind í dreifingum örfáum dögum fyrir kosningar í Slóvakíu þar sem látið var líta út fyrir að frambjóðandi til þings ræddi um að hagræða úrslitunum. Í Póllandi í síðustu viku brutust þrjótar inn í kerfi ríkisfjölmiðilsins og birtu sem frétt staðlausa stafi um að Donald Tusk forsætisráðherra ætlaði að kalla út 200.000 hermenn. Pólsk yfirvöld kenndum rússneskum tölvuþrjótum um. Markmið upplýsingahernaðarins er sagt að grafa undan trú evrópsks almennings á lýðræðinu og fæla hann frá því að taka þátt í kosningum. Ætlunin sé að sundra Evrópu. Hægt er að nota gervigreindarforrit eins og ChatGPT til þess að búa til áróður og falsfréttir á auðveldari og meira sannfærandi hátt en nokkru sinni áður.AP/Markus Schreiber Samfélagsmiðlar segjast reyna að stöðva flóðið Fyrir síðustu Evrópuþingskosningar var einnig háður upplýsingahernaður en þá reiddu Rússar sig á svokallaðar tröllaverksmiðjur þar sem manneskjur af holdi og blóði sátu sveittar við að skrifa falsfréttir, stundum á lélegri ensku. Þá var sagt auðveldara að greina falsið frá raunverulegum fréttum. Sú hraða þróun sem hefur orðið í gervigreind og aðgengi að henni þýðir að mun auðveldara er nú að fjöldaframleiða áróður sem virkar trúverðugri en áður. Þannig er hægt að falsa myndir, myndbönd og hljóð á nokkuð sannfærandi hátt fyrir almennan borgara. Sum samfélagsmiðlafyrirtæki, sem eru oft helsta dreifileið áróðursins, segjast tilbúin að reyna að hefta flóð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Meta, eigandi Facebook og Instagram, segist ætlar að reka sérstaka kosningamiðstöð til þess að fylgjast með skaðlegu efni auk þúsunda rýnenda sem fara yfir efni sem birtist á öllum opinberum tungumálum innan ESB. Þá vinni fyrirtækið að hertum reglum um gervigreindarefni. Bæði Tiktok og Google, eigandi Youtube, segjast hafa staðreyndavakt til þess að fylgjast með dreifingu á fölsuðu efni. Elon Musk, eigandi X, segist aftur á móti hafa lagt niður teymi sem átti að gæta þess að miðillinn væri ekki misnotaður til þess að hafa áhrif á kosningar.
Evrópusambandið Rússland Gervigreind Samfélagsmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00 Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00
Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent