Vilja eiga aðkomu að ákvörðunum um aðgengi að viðkvæmum gögnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 12:18 Alma Möller landlæknir skrifar undir umsögnina en í henni segir að það sé vandséð hvernig landlæknir og sóttvarnalæknir eigi að bera ábyrgð á gögnum ef þeir ráða engu um aðgengi að þeim. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hefur lýst sig algjörlega andvígt því að afnema aðkomu ábyrgðaraðila að umfjöllun um umsóknir og sjálfstæði við ákvarðanatöku um aðgang að gögnum í þágu vísindarannsókna. Þetta kemur fram í umsögn embættisins til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Í umsögninni er fjallað um breytingartillögu þess efnis að svohljóðandi setningu verði bætt við 27. gr. gildandi laga: „Ábyrgðaraðili veitir aðgang að heilbrigðisgögnum þegar ábyrgðarmaður rannsóknar framvísar leyfi vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna.“ Í umsögninni segir að embætti telji umrætt orðalag geta verið misskilið á þann hátt að það skyldi ábyrgðaraðila til gagna að afhenda þau á forsendu samþykkis vísindasiðanefndar eingöngu en óháð því hvort ábyrgðaraðili hefur heimilað afhendinguna. Rakið er að í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins til velferðarnefndar þar sem umsagnir vegna frumvarpsins eru reifaðar komi fram að ráðuneytið sé sammála þeirri afstöðu Íslenskrar erfðagreiningar að fella skuli niður það ákvæði laga þar sem tilgreint er að aðgangur að gögnum sé háður samþykki ábyrgðaraðila. Fjölmargir gagnagrunnar með viðkvæmum upplýsingum Landlæknisembætti lýsir sig „algjörlega andvígt“ þessu en með breytingunni væri meðal annars í raun verið að svipta ábyrgðaraðila gagna ábyrgð á gögnunum. Ábyrgðin væri þannig alfarið falin vísindasiðanefnd. Hjá embættinu sé haldið utan um fjölmarga gagnagrunna með viðkvæmum, persónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum. Þeir séu ýmist á ábyrgð landlæknis eða sóttvarnalæknis. Gagnagrunnarnir hafi verið notaðir af rannsakendum um árabil að gefnu samþykki landlæknisembættisins og umsóknarferlið hvorki íþyngjandi né svartími langur. „Næði tillaga ráðuneytisins fram að ganga myndi hún í reynd leggja aukna ábyrgð á herðar vísindasiðanefndar. Því þyrfti að gera kröfu um að fulltrúar eða starfsfólk vísindasiðanefndar búi yfir mjög yfirgripsmikiIli þekkingu og hafi innsýn inn í alla gagnagrunna, lífsýnasöfn, söfn heilbrigðisupplýsinga og gæðagrunna sem starfræktir eru hér á landi,“ segir í umsögninni. „Auk þess þyrftu umsóknir til vísindasiðanefndar að vera mun Ítarlegri og umfangsmeiri en þær umsóknir sem nú eru lagðar til grundvallar mati nefndarinnar. Er það mat embættis landlæknis að umrædd breyting myndi Í raun auka álag á vísindasiðanefnd og hvorki tryggja styttingu umsóknarferlis né styttri bið rannsakenda eftir gögnum.“ Heilbrigðismál Persónuvernd Vísindi Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn embættisins til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Í umsögninni er fjallað um breytingartillögu þess efnis að svohljóðandi setningu verði bætt við 27. gr. gildandi laga: „Ábyrgðaraðili veitir aðgang að heilbrigðisgögnum þegar ábyrgðarmaður rannsóknar framvísar leyfi vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna.“ Í umsögninni segir að embætti telji umrætt orðalag geta verið misskilið á þann hátt að það skyldi ábyrgðaraðila til gagna að afhenda þau á forsendu samþykkis vísindasiðanefndar eingöngu en óháð því hvort ábyrgðaraðili hefur heimilað afhendinguna. Rakið er að í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins til velferðarnefndar þar sem umsagnir vegna frumvarpsins eru reifaðar komi fram að ráðuneytið sé sammála þeirri afstöðu Íslenskrar erfðagreiningar að fella skuli niður það ákvæði laga þar sem tilgreint er að aðgangur að gögnum sé háður samþykki ábyrgðaraðila. Fjölmargir gagnagrunnar með viðkvæmum upplýsingum Landlæknisembætti lýsir sig „algjörlega andvígt“ þessu en með breytingunni væri meðal annars í raun verið að svipta ábyrgðaraðila gagna ábyrgð á gögnunum. Ábyrgðin væri þannig alfarið falin vísindasiðanefnd. Hjá embættinu sé haldið utan um fjölmarga gagnagrunna með viðkvæmum, persónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum. Þeir séu ýmist á ábyrgð landlæknis eða sóttvarnalæknis. Gagnagrunnarnir hafi verið notaðir af rannsakendum um árabil að gefnu samþykki landlæknisembættisins og umsóknarferlið hvorki íþyngjandi né svartími langur. „Næði tillaga ráðuneytisins fram að ganga myndi hún í reynd leggja aukna ábyrgð á herðar vísindasiðanefndar. Því þyrfti að gera kröfu um að fulltrúar eða starfsfólk vísindasiðanefndar búi yfir mjög yfirgripsmikiIli þekkingu og hafi innsýn inn í alla gagnagrunna, lífsýnasöfn, söfn heilbrigðisupplýsinga og gæðagrunna sem starfræktir eru hér á landi,“ segir í umsögninni. „Auk þess þyrftu umsóknir til vísindasiðanefndar að vera mun Ítarlegri og umfangsmeiri en þær umsóknir sem nú eru lagðar til grundvallar mati nefndarinnar. Er það mat embættis landlæknis að umrædd breyting myndi Í raun auka álag á vísindasiðanefnd og hvorki tryggja styttingu umsóknarferlis né styttri bið rannsakenda eftir gögnum.“
Heilbrigðismál Persónuvernd Vísindi Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira