„Það er ekkert að óttast við þennan mann“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2024 17:04 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að láta af myndbirtingum karlmönnum á samélagsmiðlum sem það telur tengjast máli manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfjarðarbæ. Málið er í forgangi og telst enn óupplýst. „Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“ Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“
Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum