Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 14:08 Verðmæti þýfisins í Michelsen-ráninu var um 50 milljónir króna. Vilhelm Pawel Artur Tyminski hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði vegna ráns sem framið var í úra- og skartgripaversluninni Michelsen árið 2011. Þrír samverkamenn hans voru dæmdir vegna þessa sama ráns árið 2012. Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna. Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna.
Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira