Hver er besti skólastjórinn? Aðalheiður Björk Olgudóttir skrifar 31. maí 2024 12:15 Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu. Við blasti Ásdís Rán sem kynnti sig og framboð sitt til forseta Íslands og nemendur horfðu áhugasamir á. Þegar kynningunni lauk heyrðist sagt í bekknum: -Vá er hún í alvörunni 36 ára? hún lítur sko út fyrir að vera tuttuguogfjögurra! Á sumum borðum hafði þegar verið merkt við ákveðið nafn á blaði þótt kynningum væri langt í frá lokið en flestir tóku hlutverkið alvarlega og fylgdust vandlega með og biðu rólegir. Minn skjólstæðingur kom með semingi með mér. Hann hélt á blaði með nöfnum forsetaframbjóðendanna svo að ég spurði hann hvort þau væru að fara að kjósa? -Já, segir hann við erum að fara að kjósa skólastjóra. Ég hvái og hann segir að þau séu að horfa á alla kynna sig og svo eigi að kjósa skólastjóra, það sé samt í plati en þau séu að æfa sig að kjósa. -En gaman segi ég, viltu kannski klára að kjósa og koma svo á eftir til mín í tíma? Já hann hélt nú það, svo ég segi við hann að skilnaði -Þið eruð reyndar að kjósa forseta Íslands en ekki skólastjóra. Hann horfði efins á mig. -Það getur ekki verið, það er svo margt fólk, það er ekki gamalt og svo er fullt af konum. Vissulega góð rök í sumum löndum en ekki hér. Ekki lengur. Lýðræðið virkar þegar alls konar fólk af öllum kynjum með alls konar bakgrunn, á ýmsum aldri getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta árið er boðið upp á hlaðborð af frambærilegum kjósendum og mörgum finnst valið erfitt. Partur af lýðræðinu er að kynna sér framboðið, hlusta og ígrunda og síðan að lokum nýta sér dýrmætan kosningaréttinn og segja með því sína skoðun. Hver er hæfastur í starfið? Hver kemur best fyrir? Hver talar alltaf af virðingu um annað fólk? Hver eru fyrri störf? Hver mun gera okkur stoltust? Hver verður besti skólastjórinn? Við sem eldri erum ættum að taka börnin okkur til fyrirmyndar, hlusta, ígrunda, tala fallega og af virðingu um aðra, hlusta á hjartað og komast að niðurstöðu – fyrir okkur sjálf og kjósa svo samkvæmt því. Kæra unga fólk á öllum aldri: Nýtið kosningaréttinn þann 1. júní! Hann er ekki sjálfgefinn og hann skiptir máli! Það er fátt sem gleður mitt gamla kennarahjarta meira en að rekast á gamla nemendur á kjördag, uppábúna og hátíðlega að nýta kosningaréttinn sinn. Þá veit ég að eitthvað skilaði sér í gegn. Gleðilegar kosningar! Höfundur er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur Höfundur: Aðalheiður Björk Olgudóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu. Við blasti Ásdís Rán sem kynnti sig og framboð sitt til forseta Íslands og nemendur horfðu áhugasamir á. Þegar kynningunni lauk heyrðist sagt í bekknum: -Vá er hún í alvörunni 36 ára? hún lítur sko út fyrir að vera tuttuguogfjögurra! Á sumum borðum hafði þegar verið merkt við ákveðið nafn á blaði þótt kynningum væri langt í frá lokið en flestir tóku hlutverkið alvarlega og fylgdust vandlega með og biðu rólegir. Minn skjólstæðingur kom með semingi með mér. Hann hélt á blaði með nöfnum forsetaframbjóðendanna svo að ég spurði hann hvort þau væru að fara að kjósa? -Já, segir hann við erum að fara að kjósa skólastjóra. Ég hvái og hann segir að þau séu að horfa á alla kynna sig og svo eigi að kjósa skólastjóra, það sé samt í plati en þau séu að æfa sig að kjósa. -En gaman segi ég, viltu kannski klára að kjósa og koma svo á eftir til mín í tíma? Já hann hélt nú það, svo ég segi við hann að skilnaði -Þið eruð reyndar að kjósa forseta Íslands en ekki skólastjóra. Hann horfði efins á mig. -Það getur ekki verið, það er svo margt fólk, það er ekki gamalt og svo er fullt af konum. Vissulega góð rök í sumum löndum en ekki hér. Ekki lengur. Lýðræðið virkar þegar alls konar fólk af öllum kynjum með alls konar bakgrunn, á ýmsum aldri getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta árið er boðið upp á hlaðborð af frambærilegum kjósendum og mörgum finnst valið erfitt. Partur af lýðræðinu er að kynna sér framboðið, hlusta og ígrunda og síðan að lokum nýta sér dýrmætan kosningaréttinn og segja með því sína skoðun. Hver er hæfastur í starfið? Hver kemur best fyrir? Hver talar alltaf af virðingu um annað fólk? Hver eru fyrri störf? Hver mun gera okkur stoltust? Hver verður besti skólastjórinn? Við sem eldri erum ættum að taka börnin okkur til fyrirmyndar, hlusta, ígrunda, tala fallega og af virðingu um aðra, hlusta á hjartað og komast að niðurstöðu – fyrir okkur sjálf og kjósa svo samkvæmt því. Kæra unga fólk á öllum aldri: Nýtið kosningaréttinn þann 1. júní! Hann er ekki sjálfgefinn og hann skiptir máli! Það er fátt sem gleður mitt gamla kennarahjarta meira en að rekast á gamla nemendur á kjördag, uppábúna og hátíðlega að nýta kosningaréttinn sinn. Þá veit ég að eitthvað skilaði sér í gegn. Gleðilegar kosningar! Höfundur er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur Höfundur: Aðalheiður Björk Olgudóttir
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun