Notuðu piparúða á mótmælendur Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:42 Um tíu mótmælendur eru illa haldin vegna piparúða. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira