Ísland leiði Norðurlöndin saman og innleiði viðskiptaþvinganir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:11 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar vill að Ísland taki forystu í að leiða Norðurlandaþjóðirnar saman í samtal um að innleiða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Hún segir rödd Íslands á alþjóðasviðinu í dag vera brotna. Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“ Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“
Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16