Innlent

Nú er hægt að fara í kynsjúkdómapróf án þess að tala við neinn

Árni Sæberg skrifar
Leikur einn ætti að vera að fylla út þennan spurningalista.
Leikur einn ætti að vera að fylla út þennan spurningalista. Landspítalinn

Nýtt kerfi hefur verið tekið í gagnið á göngudeild húð- og kynsjúkdóma Landspítalans sem gerir fólki kleift að undirgangast kynsjúkdómapróf, án þess að tala við einn einasta heilbrigðisstarfsmann.

Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að þeir sem þurfi að nýta þjónustu deildarinnar þurfi einungis að fylla úr spurningalista í Landspítalaappinu og fá í framhaldinu strikamerki sem notað er til að opna snjallbox á húð og kyn. 

Í snjallboxinu megi finna sýnatökuglas og leiðbeiningar. Að rannsókn lokinni verði niðurstöðurnar sendar beint í appið.

Í tilkynningu segir að Landspítalinn vonist til þess að þetta hvetji ungt fólk til þess að láta athuga sig ef grunur vaknar um kynsjúkdómasmit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×