De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 23:29 De Niro er áttatíu ára gamall, eignaðist barn í fyrra og lætur stjórnmálin í Bandaríkjunum sig varða. AP Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira