Markvarðamartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 21:00 Guy Smit hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk til liðs við KR. vísir/anton brink Lið KR í Bestu deild karla í fótbolta hefur til þessa notað þrjá markverði í deild og bikar. Allir hafa gerst sekir um mistök á einhverjum tímapunkti þó spjótin beinist helst að Guy Smit, aðalmarkverði liðsins. Markmannsvandræði KR voru meðal þess sem var rætt í Stúkunni þegar 8. umferð var gerð upp. „Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira