Tækifæri til atvinnuuppbyggingar í haftengdri starfsemi Kjartan Ólafsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Byggðamál Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar