Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 14:16 Lögreglan rannsakar nú andlát sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst í heimahúsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn.
Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37
„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47