Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 14:16 Lögreglan rannsakar nú andlát sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst í heimahúsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Sjá meira
Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn.
Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Sjá meira
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37
„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47